Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Page 55

Læknaneminn - 01.09.1966, Page 55
LÆKNANEMINN 65 sjúklingar utan af landi svo hundruð- um skiptir, en það hefur aldrei komið fyrir, að þeir flyttu með sér skilmála eða fyrirmæli. Hvað er fysiurgia? Eins og nafnið bendir til, eru það lækn- ingatilraunir, þar sem beitt er fysiskum hjálparmeðulum í staðinn fyrir skurði, pillur, mixturur og latínu. Tilg. fysiskra lækninga er að reyna að byggja upp á sem eðlilegastan hátt lífsstörf, sem truflast hafa af sjúkdómum, meiðslum, kulda, einhæfri vinnu o. fl. Við fysiurg- ar hötum ekki inntökur og trúum held- ur ekki beint á þær. Við getum fallist á það, sem maðurinn sagði, að góð meðul eru góð, þegar þau eru góð, en vond meðul eru líka vond, þegar þau eru vond. Víst eru góð meðul ómissandi, sérstaklega ef indicationir eru í lagi. — Eg fyrir mitt leyti hefi haldið dauðahaldi í mína medicinsku kunnáttu og reynt að auka við hana eftir föng- um, og þótt nú sé farið að draga sjúk- dóma mjög í dilka, þá getur enginn sér- fræðingum komist af án sæmilegrar medicinskrar þekkingar. Fysisku hjálparmeðulin eru: Ýmis konar hiti svo sem bakstrar, heitt loft, geislar (infra-rauðir geislar), böð, lang- bylgju og stuttbylgju diathermi, einnig kuldi, t. d. í víxlböðum, sem verka vel á angio-spasma og jafnvel byrjandi arteriosclerosis í útlimum, og kaldar pakkningar við nervösu svefnleysi. Ljós- böð, rafmagn, hljóðbylgjur, massage og loks allskonar activar og passivar hreyf- ingar, það er sjúkraleikfimi og slöpp- unaræfingar. Menn og málleysingjar viðhafa fysi- urgi sjálfrátt og ósjálfrátt í daglegu lífi. Hundur, sem lent hefur í áflogum, sleikir veika og marða limina vandlega, þ. e. a. s. hann masserar þá. Hestur, sem borið hefur þungan burð, veltir sér. Hann slær tvær flugur í einu höggi. Holdið á hrygg hans og síðum var orð- ið blóðlaust og dofið undan þunga byrð- arinnar. Nú vlkkar hann út æðarnar með því að núa holdið, og hellir auk þess blóðinu til hryggjarins með hjálp þyngdarlögmálsins. Keki maður sig illa á, nýr hann staðinn ósjálfrátt. Kólni manni á höndum, nýr hann þær og ber sér, þ. e. a. s. þeytir blóðinu út í hend- urnar með hjálp miðflóttaaflsins. Mað- ur nuddar stírurnar úr augum sér. 1 því sambandi langar mig til að skjóta að smá atriði, sem fyrir mig kom fyrir alimörgum árum. Rakarinn minn var að klippa mig. Ég gat því ekki haft gleraugun, en var samt að bagsa við að lesa Moggann. Án þess að ég tæki eftir því fór rakarinn að núa hársvörð minn og enni, eins og þeirra er vani, og viti menn, ég gat allt í einu lesið fuilum fetum, — að vísu mun rakarinn hafa dreift lögg af spíritus í hárið á mér, en hvort það var massage eða spíritusinn, sem gerðu þennan sjónauka veit ég ekki, en hvort tveggja mun vera til. Oft kemur það fyrir hjá mér, að sjúklingar, sem fá hita og massage á höfuðið, hafa orð á því að fyrra bragði, að sjónin hafi skýrzt, og enn aðrir segj- ast hafa fengið nýtt höfuð. Um spíri- tusinn er það að segja, að ég hygg, án alls gamans, að sæmilegt kenndirí sé ekki aðeins skemmtilegt, heldur blátt áfram heilsusamlegt, sérstaklega fyrir þá sem kyrrlífi stunda. Áfengið þenur út æðakerfið, hvetur hjartað til starfa og verkar þannig eins og dugleg vinnu- skorpa eða leikfimissprettur, andlegur og líkamlegur. Hörundið roðnar, nýrun skila auknu þvagi og starfsemi þarm- anna eykst. Hér á við að vitna til um- mæla Spánverjans Arnaud de Villeneuve, sem fann um árið 1300 tæki til að eim- hreinsa vínandann. Hann segir verkanir vínsins: ,,Það lengir lífið, kemur mönn- um í gott skap, endurnærir hjartað og gerir menn síunga“. — Allt þetta um spíritusinn má nú ekki taka of alvar- lega, og er ég víst farinn að villast út fyrir endimörk fysiskra lækninga. Samt hygg ég, að tími sé til kominn fyrir

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.