Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 62

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 62
LÆKNANEMINN 62 Nefndarstörf. Snemma síðastliðins sumars skipaði læknadeild nefnd til að starfa með Jónasi Hallgximssyni að áframhaldandi endurskoðun á kennslumálum. 1 nefnd- inni áttu sæti Auðólfur Gunnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Haukur Krist- jánsson og Theodór Skúlason. Sat hún allmarga fundi og lagði Jónas störf sín fyrir hana. Form tilaganna mun nú orð- ið allfrábrugðið hinum upphaflegu hug- myndum A. Marthinsens. Sat nefndin til 30. sept., og tók þá læknadeild við gögn- um Jónasar og nefndarinnar. Það er þvi í höndum deildarinnar að fullmóta þær tillögur, sem að lokum verða lagðar fyr- ir ráðuneyti til samþykkar eða synjun- ar, því millivegur er ekki til. Virðist stefnt að því að hafin verði kennsla eftir hinu nýja skipulagi haust- ið 1967. Menn eru ekki á einu máli um, hve fljótt megi koma því algjörlega á, sumir telja að það sé hægt á tveimur árum, en aðrir á sex árum, eða þann tíma, sem tekur fyrsta árganginn, er kemur undir nýja skipulagið, að ljúka námi. Nú kemur því til kasta fjárveitingar- valdsins. Væri það hastarlegt, ef lækna- deild yrði tafin í eðlilegri þróun og Há- skóli Islands enn einu sinni sniðgenginn í fjárveitingum. G. G. Ef einhver á um sárt að binda af völd- um blaðsins, eða telur sig bera skarðan hlu frá borði, þá er auðvelt að fá birt- ingu á leiðréttingum eða kvörtunum. Það er skemmtilegri leið, en að segja blað- inu upp eins og komið hefur fyrir. G. G. HEILRÆÐI. Gáfnamerki er gott að þegja, glotta að því, sem aðrir segja, hafa spekingssvip á sér, viðlits aldrei virða neina, virðast hugsa margt — en leyna því sem raunar ekkert er. Höf. ókunnur. Lœknatalið gefið út að tilhlutan Læknafélags Islands. Ritstjórar: Vilmundur Jónsson og Lárus H. Blöndal. Læknatalið verður væntanlega í tveimur bind- um og kemur út í haust. Stúdentar! Þið fáið allar nýjustu erlendu bækurnar á baðstofuloftinu i Bókaverzlun ísafoldar

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.