Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 5
Margrét Guðnadóttir, læknir:
Hæggengir veirusjúkdómar
I nýjustu útgáfunni af „Cecil“
eru yfirlitsgreinar um algenga,
bráða veirusjúkdóma, orsakir
þeirra, greiningu og meðferð. Við
lestur þessara greina fær lesend-
inn þessa heildarmynd af hegðun
veirusýkingar:
1. Pyrst komast veirurnar í heil-
brigða einstaklinga, oftast við
úða- eða snertismitun.
2. Næstu daga margfaldast veir-
urnar og fjölgar, svo að af
verður viremi í þeim sýkta.
3. í fyrstu til fjórðu viku eftir
sýkingu koma fram sjúkdóms-
einkennin, annað hvort fyrir
eiturverkanir af fjölgun veir-
anna eða vegna þeirra vefja-
skemmda, sem margföldun
þeirra í einstökum líffærum
nær að valda.
4. Á næstu tveim vikum myndar
sá sýkti mótefni, sem talin
eru nægja til að hefta frekari
skaðlegar verkanir af sýking-
unni. Þessi mótefni endast
oftast ævilangt.
Síðustu 30 árin hefur tekizt að
einangra margar ólíkar veiruteg-
undir og rekja ákveðna sjúkdóma
til ákveðinna veirusýkinga.
Því lengra, sem líður frá smit-
un, því erfiðara verður að sýna
fram á, að tiltekin sjúkdómsein-
kenni séu afleiðing af ákveðinni
veirusýkingu. Flestar veirur, sem
valda bráðum veirusjúkdómum,
eru aðeins finnanlegar í excreta,
blóði eða öðrum líkamsvessum
sjúklinga um það leyti, sem sjúk-
dómseinkenni eru að koma í Ijós.
Ræktanir gerðar, þegar nokkrar
vikur eru liðnar frá sjúkdóms-
byrjun, eru í flestum tilfellum
bráðra veirusjúkdóma tilgangs-
lausar, og ein einstök mótefna-
ákvörðun á blóðvatni sjúklings
gerð nokkrum vikum eftir bráðan
sjúkdóm sannar ekkert um sam-
band sjúkdómseinkenna við
ákveðna veirusýkingu, ef sá, sem
ákvörðunina gerir, hefur ekki til
samanburðar blóðvatn frá sjúkl-
ingnum tekið við byrjun sjúk-
dómsins, og getur sýnt fram á
hækkandi mótefni.
Bæði veirufræðingar og lækn-
ar, sem sjá um meðferð sjúklinga
með bráða veirusjúkdóma, hafa
vanizt á að hugsa um gang veiru-
sýkingar eins og greint er frá hér
að framan. Hvorir tveggja eru
ánægðir, þegar sjúkdómseinkenni
eru horfin eða orðin varanleg og
vaxa ekki frekar.