Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 5

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 5
Margrét Guðnadóttir, læknir: Hæggengir veirusjúkdómar I nýjustu útgáfunni af „Cecil“ eru yfirlitsgreinar um algenga, bráða veirusjúkdóma, orsakir þeirra, greiningu og meðferð. Við lestur þessara greina fær lesend- inn þessa heildarmynd af hegðun veirusýkingar: 1. Pyrst komast veirurnar í heil- brigða einstaklinga, oftast við úða- eða snertismitun. 2. Næstu daga margfaldast veir- urnar og fjölgar, svo að af verður viremi í þeim sýkta. 3. í fyrstu til fjórðu viku eftir sýkingu koma fram sjúkdóms- einkennin, annað hvort fyrir eiturverkanir af fjölgun veir- anna eða vegna þeirra vefja- skemmda, sem margföldun þeirra í einstökum líffærum nær að valda. 4. Á næstu tveim vikum myndar sá sýkti mótefni, sem talin eru nægja til að hefta frekari skaðlegar verkanir af sýking- unni. Þessi mótefni endast oftast ævilangt. Síðustu 30 árin hefur tekizt að einangra margar ólíkar veiruteg- undir og rekja ákveðna sjúkdóma til ákveðinna veirusýkinga. Því lengra, sem líður frá smit- un, því erfiðara verður að sýna fram á, að tiltekin sjúkdómsein- kenni séu afleiðing af ákveðinni veirusýkingu. Flestar veirur, sem valda bráðum veirusjúkdómum, eru aðeins finnanlegar í excreta, blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklinga um það leyti, sem sjúk- dómseinkenni eru að koma í Ijós. Ræktanir gerðar, þegar nokkrar vikur eru liðnar frá sjúkdóms- byrjun, eru í flestum tilfellum bráðra veirusjúkdóma tilgangs- lausar, og ein einstök mótefna- ákvörðun á blóðvatni sjúklings gerð nokkrum vikum eftir bráðan sjúkdóm sannar ekkert um sam- band sjúkdómseinkenna við ákveðna veirusýkingu, ef sá, sem ákvörðunina gerir, hefur ekki til samanburðar blóðvatn frá sjúkl- ingnum tekið við byrjun sjúk- dómsins, og getur sýnt fram á hækkandi mótefni. Bæði veirufræðingar og lækn- ar, sem sjá um meðferð sjúklinga með bráða veirusjúkdóma, hafa vanizt á að hugsa um gang veiru- sýkingar eins og greint er frá hér að framan. Hvorir tveggja eru ánægðir, þegar sjúkdómseinkenni eru horfin eða orðin varanleg og vaxa ekki frekar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.