Læknaneminn - 01.12.1966, Page 7
LÆKNANEMINN
7
hröðum dauða fruma, sem ekki
hafa mikinn kraft til að endur-
nýjast, t. d. taugafruma, eru
spurningar, sem við þekkjum ekki
svör við ennþá.
Á dögum Erlichs og Kochs, þeg-
ar sýklafræðin var að fæðast, var
ekkert ónáttúrlegt við að ímynda
sér, að sýklar væru orsök iang-
vinnra sjúkdóma. Enginn efast
lengur um hlutverk mycobacteri-
um tuberculosis og treponema
pallidum í gangi berkla og syfilis.
Þó að veirufræðingum hafi verið
fullkunnugt um þessa tvo sjúk-
dóma eins lengi og öllum öðrum,
hafa þeir verið svo önnum kafnir
við að skýra orsakir bráðra far-
sótta og svo fastbndnir við þann
þankagang um veirusýkingu, er
að framan greinir, að ekki eru
nema nokkur ár síðan nýtt hug-
tak skaut upp kollinum, hugtakið
hæggengur veirusjúkdómur, sem á
ensku hefur verið nefnt „slow-
infection". Þetta hugtak sást
fyrst á prenti árið 1954 (1-—3).
Það var heldur hljótt um það
næstu 6 árin, en nú er það að
draga að sér verðskuldaða athygli.
Höfundur þess er íslenzkur, dr.
Björn Sigurðsson, læknir á Keld-
um. Björn skilgreinir þetta nýja
hugtak í þremur fyrirlestrum um
sjúkdóma í íslenzku sauðfé, er
hann flutti við University of
London í marz 1954. Fyrirlestr-
arnir komu út í Bretlandi síðar á
árinu (1, 2, 3).
Árið 1958 ritaði Björn ýtarlega
yfirlitsgrein um hæggenga sjúk-
dóma og birti í Skírni (4). Vil ég
eindregið ráðleggja þeim lækna-
nemum, sem áhuga hafa á smit-
sjúkdómum, að lesa þá grein.
Björn skilgreindi þennan nýja
flokk smitsjúkdóma með eftirfar-
andi sérkennum:
1. Frá því að sýkingarefni berst
inn í líkamann og þar til
greinilegra einkenna um sýk-
ingu verður vart, líður langur
tími, nokkrir mánuðir eða
nokkur ár.
2. Eftir að ytri einkenni eru kom-
in í ljós, standa þau lengi og
enda að jafnaði með alvarleg-
um sjúkdómi eða dauða.
3. Hver hinna annarlega hæg-
gengu smitsjúkdóma tekur að-
eins eina dýrategund, og sjúk-
legar breytingar finnast venju-
lega aðeins í einu líffæri eða
einni tegund líkamsvefs.
Tvö fyrri atriðin í skilgreining-
unni áleit Björn algjör sérkenni á
hæggengum veirusjúkdómum, en
um þriðja atriðið var hann ekki
eins viss og lét þess getið í grein-
unum frá 1954, að frekari rann-
sóknir mundu ef til vill leiða í
Ijós, að sýkingin væri útbreiddari
en þar er haldið fram.
Björn dró þessar ályktanir af
beizkri reynslu íslenzkra bænda
af þremur skæðum smitsjúkdóm-
um í sauðfé, mæðiveiki (þurra- og
votamæði) og visnu og tilraunum
sínum með þessa sjúkdóma 1 til-
raunastöðinni að Keldum. Þessir
sjúkdómar bárust til Islands í
ógáti með kynbótahrútum, sem
fluttir voru inn frá Þýzkalandi
árið 1933 og voru að allra dómi
heilbrigðir. Höfðu þeir verið í
sóttkví í 2 mánuði áður en leyft
var að flytja þá heim á íslenzka
sveitabæi. 5 árum seinna mátti
rekja uppruna 4 hér áður óþekktra
búfjársjúkdóma til þessa inn-
flutnings. Af þessum 4 sjúkdóm-
um voru 3 veirus júkdómar;
visna, votamæði og þurramæði.
Visna er sjúkdómur í miðtauga-
kerfi sauðfjár, sem svipar um
sjúkdómseinkenni og vefja-
skemmdir til sclerosis disseminata
í fólki. Þó er langvarandi frumu-