Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Side 32

Læknaneminn - 01.12.1966, Side 32
LÆKNANEMINN 32 Haukur Þórðarsson, læknir: Endurþjálfun Forráðamenn Læknanemans hafa beðið mig, að skrifa í blað- ið um endurþjálfun. Af nógu er að taka og erfitt í stuttri grein að f jalla um svo víðáttumikið efni og forðast slitrur. Aukning endurþjálfunarstarf- semi og vaxandi eftirtekt lærðra og leikra í þeim efnum er ekkert einsdæmi fyrir Island. Víðast er- lendis hafa geysimiklar framfarir átt sér stað á þessum vettvangi. Ástæður fyrir því eru margvísleg- ar. Ein er sú, að nú í dag lifa fleiri af sjúkdóma og slys, sem áður leiddu að jafnaði til dauða. I mörgum tilfellum af því tagi er örorka, af ýmsum gráðum, ennþá áhjákvæmilegur fylgifiskur. Það er höfuðmarkmið endurþjálfunar að eyða eða draga úr slíkri örorku, svo sem frekast má, og reyna að gera viðkomandi sem hæfastan til sjálfsbjargar og atvinnu, jafnvel þótt ennþá séu til staðar leifar af örorku. Önnur ástæða ersú,aðmeð hækkandi meðalaldri er aukning á ýmsum tegundum hrörnunarsjúk- dóma. Enda þótt meðferð gagn- vart orsökum þeirra sé að jafnaði af skormun skammti, er það verk- efni lækna okkar tíma og skylda að draga úr kröm, sem af þeim getur leitt, og firra, svo sem hægt er, ónauðsynlegri og ótímabærri örorku af þeirra völdum. Einnig mætti nefna hér með- fædda örorku og þjálfunarstarf- semi fyrir börn, sem hafa skerta líkamsgetu. Góður árangur á þeim vettvangi hefur orðið hvatning til aukinnar viðleitni til að draga úr örorku þeirra síðar í lífinu og gera þau nýtari sjálfum sér og þjóðfélaginu. Læknastúdentum er tamt að líta allt hornauga annað en það, sem flokkast undir greiningu sjúk- dóma og fyrstu meðferð þeirra. Það er í rauninni ekki óeðlilegt, svo margir eru þeir læknar, sem líta sömu augum á málin. Auðvit- að eru greining og fyrsta meðferð yfirleitt mesti þáttur í starfi lækna þótt hins vegar flestir starf- andi læknar reki sig fljótlega á, að sjúklingar þeirra eru hjálpar- þurfi í mörgu öðru og meðferð kann oft að dragast á langinn. Ekki er unnt að neita því að ,,krónískir“ sjúklingar eiga sama rétt á umhyggju lækna sinna og aðrir. Þeir eigi ekki síður rétt á, að læknar noti þekkingu sína og leggi sig í líma við að bæta ástand þeirra og líðan. Það verður æ ljósara, að læknar verða í stundun sjúklinga sinna að líta út fyrir hinn þrönga hring greiningar og fyrstu meðferðar. Þeir verða að láta sig skipta ýmis atriði, sem í strangasta skilningi tilheyra ekki læknisfræði eða eru á mörkum þess. Þarna er einkum um að ræða atriði, sem almennt eru nefnd félagsleg (social) mál- efni. Sem dæmi má nefna aðstoð í sambandi við atvinnu. Maður veikist illa eða slasast, hlýtur af- burða læknismeðferð, en getur 4 «

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.