Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 41
LÆKNANEMINN Islendingar hafa verið einhuga um endurheimt handritanna. Þyrfti enginn að hafa áhyggjur af íslenzku þjóðerni, væru þeir jafn samtaka um að hlúa að og herða vaxtarbrodd bókmennta sinna og lista, koma skólamálum sín- um í fullkomnara horf, gefa út ritverk þau, sem ófáanleg hafa verið um ára- bil. Jón Helgason hefur ekki verið mælsk- ur í handritamálinu, en kannski hefur hann samt „í fáeinum línum á gulnuðu blaði“ fært hinum „gamla manni í jörðu“ hlýrri kveðju en flestir aðrir: .. mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum .. Sá arfur leggur okkur „dýrmætan þunga“ á herðar. Þótt gagnsemin af endurheimt handritanna kunni að vera meiri en leikmenn fái metið, held ég samt, að þann þunga, sem skáldið tal- ar um, berum við eða fleygjum jafnt fyrir því, hvar skinnbækurnar liggja. Arfur genginna og ókominna kynslóða verður hvorki borinn fyrir okkur af rýnandi grúskurum né varðveittur í eldföstum skápum. GLÆSILEG LÍFFÆHAFRÆÐI Anatomy of the Human Body. Höf.: Hamilton, Lockhardt, Fyve. 2. útg.: Faber & Faber, 1965. Bók þessi er mjög vönduð að allri gerð. Lengd er í hóf stillt (674 bls.). Texti er skýr og víða er reynt að tengja efnið klinikinni. Kaflinn um taugakerfið mun þó vera aðalskart bókarinnar. Skýringarmyndir af mið- taugakerfi eru afburðasnjallar og text- inn ágætur. Þar sem farið er í taug- arnar er vísað með örvum beint úr textanum inn á myndir, nemendum til mikils hagræðis. Hlýtur sú uppsetning að hafa verið mikið vandaverk. Aðrir kaflar eru einnig vel myndaskreyttir, en uppsetning þar með „gamla laginu". Það er með Gray og Tissues eins og Franco og Salazar, að einhvern tíma verða dagar þeirra allir. Fer það senni- lega mest eftir nemendum sjálfum. Of- angreind bók ætti að geta komið sterk- lega til greina, þegar svipazt verður um eftir arftaka doðrantsins. Að visu vantar í hana fósturfræði og vefjafræði, en það mætti bæta upp með hinni ágætu embryologiu eftir Hamiiton, Boyd, Mossmann, sem er í sama gæðaflokki, og svo einhverri góðri histologiu, t.d. eftir Bloom, Fawcett, sem er þó í það stærsta. GAMALL KUNNINGI The Principles and Practice of Medicine. Höf.: Stanley Davidson. 7. útg.: Livingstone, 1964. 8. útgáfa þessarar bókar hlýtur nú að vera nýkomin eða rétt ókomin, því að hún hefur jafnan verið endurbætt á tveggja ára fresti. Davidson þarf ekki á miklu lofi að halda hér. Bókin er flestum læknanemum að góðu kunn, enda miðuð við þarfir þeirra, afar skil- merkileg, biessunarlega laus við „empirical and speculative deadwood". Hún er þó alls ekki í yfirborðslegum upptalningastíl. Bretar telja Davidson fullnægjandi lesningu fyrir lokapróf í lyflæknisfræði, en að sögn taka þeir ótvíræðum svipbrigðum, er þeir frétta af Cecilslestri íslenzkra læknanema. HANDBÓK To-Day’s Drugs from the British Medical Journal. TJtg.: British Medical Association, 1964. Stutt og læsileg flokkun margra helztu nútímalyfja. Á sennilega eftir að verða kærkomin handbók. Alveg sér- stök þörf er á slfkum bókum, meðan námið í lyfjafræðinni er slitið úr tengslum við klinik og því gangslítið eins og nú er. Magnús Skúlason. Moral deficiency . . In fact a large number of successful men of affairs owe their success to lack of morals .. (Forensic Medicine).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.