Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Síða 11

Læknaneminn - 01.11.1967, Síða 11
LÆKNANEMINN 11 Þórarinn Arnórsson, stud. med.: Saga læknisfræðinnar, frá upphafi til Crikkja Þessu tímabili má skipti á eft- irfarandi hátt: I. Forsöguleg ^æknislist. II. Læknislist eftir að sögur hóf- ust: A) Mesopotamía B) Egyptaland C) Gyðingaland D) Indland E) Kína 7. Forsöguleg lœknislist. Um þetta tímabil eru ekki til neinar skráðar samtímaheimildir, heldur hafa þær upplýsingar, sem til eru í dag, fengist við rannsókn- ir fornleifa og athuganir á hátt- um frumstæðra þjóða, eins og t. d. Indíána. Sjúkdómar hafa herjað mann- kynið svo lengi, sem það hefur verið við lýði, berklar og nýrna- abscessar hafa fundizt í egypsk- um múmíum, og Javamaðurinn (Pithecanthropus erectus), sem lifði fyrir V2—1 millj. ára, átti það til að fá osteosis, eins og sést á lærlegg úr honum, en það mun vera elzta dæmi, sem fundizt hef- ur, um mannlega sjúkdóma. En sjúkdómar og parasitismus hafa verið til löngu fyrir tíð manns- ins. Hinar hrikalegu risaeðlur hrjáðust af ýmsum beinasjúk- dómum og liðagigt fyrir u. þ. b. 14 millj. árum, og dæmi má finna um parasita aht upp í 26 millj. ára aftur í tímann. Um það, hvernig hinir fyrstu menn hafa brugðizt við hinum ýmsu sjúkdómum, er erfitt að gera sér nema óljósa hugmynd, vegna skorts á heimildum. Trúar- brögð munu þó hafa verið stór þáttur í læknislist þessara tíma. Mennirnir hafa trúað á stokka og steina, og var allt morandi af smáguðum, djöflum og púkum. Líklega hafa mennirnir skipt sjúk- dómum sínum óljóst í tvo flokka, annars vegar slíka sem t. d. kvef og hægðateppur, en það hafa þeir tekið sem eðlilegan hlut í tilveru sinni, og hins vegar alvarlega og skemmandi sjúkdóma eins og t. d. hðagigt og berka, en þeir voru til komnir fyrir tilverknað djöfla eða móðgaðra guða. Lækning þessara tveggja flokka fór því fram á gerðólíkan hátt. Við fyrri flokknum var gefið eitthvert jurtaseyði, sem menn þóttust hafa fundið út af reynsl- unni að verknaði. Síðan var beðið, þar til kvillinn skánaði, sem hann hefði trúlega oftast gert án lyfja- hjálpar. Lækningu þeirra sjúk- dóma, sem áttu andlegar orsakir, fylgdi hins vegar mikið umstang og tiktúrur, en þar komu skottu- læknarnir ti1 með allar sínar

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.