Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 13
LÆKNANEMINN
13
Um 1300 f. Kr. hertaka Assyriu-
menn, sem voru Semítar eins og
Babyloniumenn, Babylon.
Ashurabanipal konungur í
Mesopotamíu (669—626 f. Kr.),
sem Grikkir nefndu Sardanapalus,
var mikill áhugamaður um listir
og vísindi. Hann safnaði saman
miklum fjölda skrifara, sem skrif-
uðu upp öl1 helztu verk Súmera
og Babyloniumanna á leirtöflur,
sem svo var komið fyrir á safni í
Nineveh, sem var höfuðborg ríkis
hans með 300000 íbúum. 1845 e.
Kr. finnur Sir Austen Henry
Layard 30000 af þessum töflum,
sem líklega hafa verið um 100000
í upphafi, o g sendir þær til
British Museum. Af þessum töfl-
um hafa menn svo getað aflað sér
upplýsinga um hina ýmsu þætti
þessa þjóðfélags. Hvað læknis-
fræði viðkemur, hefur hún
snemma skiptist í tvær aðalgrein-
ar, skurðlækningar og aðrar
lækningar, sem einkum voru í
höndum prestanna.
1902 e. Kr. finnst í jörðu 8 feta
há steinsú'a, sem á var ritaður
elzti lagabálkur, sem til er, eða frá
ca. 1950 f. Kr., í Babylon. Þetta
voru lög Hammurabis. Þarna á
meðal eru nokkrar greinar, sem
taka til lækninga:
Gr. 218: Ef læknir gerir að-
gerð á manni, sem hefur hættu-
legt sár, með bronshníf og deyðir
hann, eða stingur á abscess í
auga og eyðileggur það, skal
höggva fingurna af lækninum.
Gr. 219: Ef læknir gerir að-
gerð á þræl og deyðir hann, skal
hann útvega annan jafn verðmæt-
an þræ1.
Gr. 221: Ef læknir lagar bein-
brot eða iðrakvef hjá aðalsmanni,
skal hann fá 5 shekela silfurs fyr-
ir.
Gr. 223: Sé um þræl að ræða,
skal eigandi þrælsins greiða 2
shekela silfurs fyrir.
Gr. 224: Ef dýralæknir gerir
aðgerð á uxa eða asna og bjarg-
ar lífi hans, skal hann fá einn
sjötta shekel silfurs fyrir.
Þessi lög taka svo ti1 eingöngu
til skurðlækinga, enda voru lyf-
lækningar í höndum prestanna,
sem voru valdamesta stétt þjóð-
félagsins. Það virðist hafa verið
siður hjá alþýðunni, sem hafði
ekki ráð á að greiða læknishjálp,
að leggja sjúklingana út á götu
og bíða þess, að einhver sem fram
hjá gengi og hefði haft sama eða
svipaðan sjúkdóm, gæfi ráðlegg-
ingu um lækningu.
Babyloniumenn voru fiölgvðis-
trúar og trúðu því, að hinir ýmsu
sjúkdómar stöfuðu af völdum
djöfla og púka, og hefði hver sjúk-
dómur fyrir sig sinn ákveðna
djöfsa. 'Ýmsum brögðum var beitt
til að losa sjúklinginn við diöfsa,
ýmist með bænahaldi eða lyfjum
og annarri meðferð. Vatn og
bakstrar voru í hávegum hafðir
og babyloniska orðið yfir lækni,
,,Asu“, var súmerska og þýddi sá
sem þekkir vatn, eða sá sem kann
að fara með vatn. Lyfjanotkun
þessara tíma hafði mjög mismun-
andi læknisfræðilegt gildi, en mörg
lyfin höfðu tvímælalaust læknandi
verkun og eru notuð enn í dag,
t. d. belladonna, ^axerolía, ópíum
valmúginn o. fl.
Lifrarskoðun úr fórnardýrum
var mjög í tízku, bæði til að segja
fyrir um gang sjúkdóma og ann-
að, svo og stjörnuspár. Draumar
og draumaráðningar voru einnig
stór þáttur, þar sem draumar
voru taldir koma frá guðunum og
sögðu þvi fyrir um óorðna hluti,
eins og gang sjúkdóms eða
styrjaldar o. s. frv. Töluverð ana-