Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Page 20

Læknaneminn - 01.11.1967, Page 20
20 LÆKNANEMINN Frá ritstjórn Þetta er fyrsta blað nýrrar ritstjórnar. Læknanemar þakka frá- farandi ritstjórn gott starf. Okkur finnst vegur blaðsins hafa vaxið mjög á síðast liðnum árum. Þessi ritstjórn vonar, að blaðið megi áfram verða jafn gott. Hlutverk þess er margþætt. Það er æfingaritvöllur læknanema. Það á að birta fjölbreyttar greinar við hæfi þeirra, bæði fræðilegar og félagslegar. Höfuðbaráttumál blaðsins hefur lengi verið bætt námstilhögun í læknadeild og mun svo verða enn. En lækna- nemar telja sig hafa fleira að berjast fyrir. Þeir vilja berjast fyrir bættri skipan heilbrigðismála, bæði hvað snertir afskipti hins opinbera og þjónustu lækna. # Ábyrgð er stórt hugtak. Það þykir mikill viðburður í lífi ungs manns, þegar hann verður einn ábyrgur allra gerða sinna. Við ýmis störf hvílir mikil ábyrgð á mönnum, sem eiga að leysa þau af hendi. Við læknanemar erum að búa okkur undir að vera ábyrgir fyrir lífi eða dauða annarra. Vanþekking getur valdið dauða eða ævilöngum örkumlum sjúklinga okkar. Tilhugsun um það ætti að vera okkur ærin hvatning til að afla okkur sem mestrar þekkingar og viðhalda henni sem bezt. Nú er það svo, að þótt læknir geri mistök í starfi sínu, með fyrrgreindum afleiðingum, eru litlar likur á, að það berist öðrum en læknum til eyma, vegna sérstakra fyrirmæla í siðareglum þeirra. Þetta gefur e.t.v. falskt öryggi, en þetta leggur einnig þyngri ábyrgð á herð- ar læknasamtakanna. Þau hafa náð hagstæðari launasamningum en nokkur önnur launaþegasamtök í þessu landi. Krafa fólksins hlýtur því að vera, að staðallinn (standardinn) sé góður og alvarleg mistök leyfist ekki. Þetta er réttmæt krafa, sem samtök lækna verða að upp- fylla. Læknanemar verða að stefna að því að geta mætt þessari kröfu fólksins með betri menntun. Við erum ekki einir ábyrgir fyrir því, hvernig til tekst með menntun okkar. Þjóðin hefur lagt þá miklu ábyrgð á herðar kennara okkar að sjá um, að menntun okkar verði sem bezt. En það verða ekki þeir, sem bera ábyrgð á lífi og limum þess fólks, sem okkur ber að sjá um. Við hljótum því að krefjast þess, að þeir sofni aldrei á verðinum og staðni aldrei í úreltum kennsluaðferðum. K. T. R.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.