Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Síða 29

Læknaneminn - 01.11.1967, Síða 29
LÆKNANEMINN 29 strax mjög óþægileg staðreynd, að þeir skyldu ekki talast við og forðast hverjir aðra. Þetta var þó aðallega á annan veginn, því að ísraelsmenn heilsuðu nágrönnum sínum fagnandi á hverjum morgni, en hinir létu sem þeir hvorki sæju né heyrðu. Ástæðan er sú, að hefði það frétzt til Líbanon, að lækna- nemar þessir hefðu samskipti við óvininn, þá ættu þeir vísa fang- elsisvist, er þeir kæmu aftur heim. Allir þessir menn voru einkar við- kunnanlegir, og verkaði þessi óvin- átta enn óþægilegar á mann þess vegna. Mjög fróðlegt var að kynn- ast sjónarmiðum beggja aðila, og voru þeir ólatir við að ræða vanda- málin fyrir botni Miðjarðarhafs. Einn þeirra félaga frá Líbanon, sem hefur unnið mjög gott starf fyrir IFMSA, langaði til að verða varaforseti samtakanna. Israels- menn gerðu framboð hans ógilt með því að benda réttilega á, að hann gæti ekkert samband haft við ísrael (það varðar við lög í Líbanon), og bryti framboðið þannig í bága við stofnskrá sam- takanna. Annars fór þingið mjög vel fram, og ríkti þar einhugur um að efla samtökin. Þarna ríkti ósvik- inn alþjóðlegur andi, og var mjög skemmtilegt hvernig læknanemar frá flestum heimshornum sátu og glímdu við sameiginleg vandamál. I lok þingsins voru kosnir embættismenn, og ætla ég aðeins að nefna forseta og varaforesta. Forseti IFMSA var kjörinn Róbert Steffen frá Sviss, en hann hefur starfað fyrir samtökin í mörg ár. Varaforseti var kosinn Bernard Bros frá Frakklandi, en hann hef- ur unnið það þrekvirki að sameina alla franska læknanema í eitt fé- lag. Það erfiðasta við þessa þingsetu mína var að vera einsamall og að hafa ekki verið á IFMSA-þingi áð- ur. Ef við ætlum að verða virkari þátttakendur í starfi IFMSA og hafa meira gagn af aðild okkar, verðum við í framtíðinni að senda tvo fulltrúa á þessi aðalþing, og hafi þá annar fulltrúinn setið slíkt þing áður. Framtíö oklcar í IFSMA. Við höfum nú verið meðlimir í IFMSA í 10 ár. Stúdentaskiptin voru það, sem upphaflega vakti áhuga íslenzkra læknanema á samtökunum. Stúdentaskiptin eru það eina, sem við höfum tekið virkan þátt í, og er það miður, þó að fámenni og fjarlægð hái okk- ur að sjálfsögðu. Islenzkir lækna- nemar sýndu stúdentaskiptunum furðulega lítinn áhuga á þessu ári, en ekki trúi ég öðru en, að það breytist fljótt aftur. Hugmyndin að þessum skiptum stúdenta milli landa er mjög snjöll, og gagnið af þessum skiptum er að mínu áliti ómetanlegt. Gagnið er ekki fyrst og fremst það að læra óskaplega mikið í læknisfræði, heldur einnig að kynnast fólki og starfsháttum í öðrum löndum, en það er alltaf mjög menntandi. Þess má geta hér, að nú hafa opnazt mövuleikar á stúdentaskiptum við Bandaríkin, og er það athyglisverð nýjung. Sem sagt, stúdentaskiptin ein eru næg forsenda fyrir því, að við sé- um áfram í IFMSA. Fyrir hvern þann, sem hefur áhuga og tíma afgangs, eru næg verkefni innan IFMSA, sem bíða úrlausnar. Vafalaust yrði það til mikils gagns fyrir okkur, ef við gætum tekið að okkur einhver verkefni. Við gætum t. d. byriað á því að taka sæti í framkvæmda- ráðinu án þess að hafa ákveðið verkefni (E B member without

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.