Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 49
LÆKNANEMINN 1,5 2 nýir prófessorar. Hinn 1. júlí s.l. voru 2 dósentar við læknadeild hækkaðir í tign og skipaðir prófessorar. Það voru yfirlæknarnir Pétur H. J. Jakobsson, nú einnig próf. í kvensjúkdónra- og yfirsetufræðum, og Gísli Fr. Petersen, nú prófessor í rönt- genfræðum. Læknanemar óska þeim til hamingju með stöðurnar. Nýbakaður doktor í læknisfræði. Einn af kennurum okkar við lækna- deild, Þorkell Jóhannesson, varði nýlega doktorsritgerð við Kaupmannahafnar- háskóla. Fjallaði ritgerðin um áhrif kodeins og morfíns á rottur. Meðal and- mælenda var Knud O. Möller, prófessor, höfundur þeirrar lyfjafræðibókar, sem kennd hefur verið við deildina í óra- tíma. Andmælendur luku miklu lofsorði á ritgerðina, og vörnin sjálf tókst í alla staði mjög vel, svo Þorkell hlaut tign- ina dr. med. Læknanemar óska honum innilega til hamingju. Þjófnaður. Þunglega horfir nú með kóksölu læknanema á Landsspítalanum, en þá iðju hafa þeir stundað þar í nokkur ár við miklar vinsældir allra. 1 önd- verðum októbermánuði var kóksjóðn- um rænt, en hann var geymdur í lok- uðu umslagi á lesstofu. Þetta voru um 1500 kr., og átti að nota fé þetta til að greiða næstu sendingu þessa góða drykks. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem óheiðarleika gætir í sambandi við þessi viðskipti, svo liklega gefast menn nú upp á þessari sölu, og er það miður. Lesstofur. 1 sumar hafa orðið allmiklar breyting- ar á lestrarrými stúdenta. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á herbergi því inn af bókasafni Háskólans, sem læknanemar I mið- og síðasta hluta hafa haft til afnota. Smíðaðir hafa verið nýir básar og eru þeir nú nokkru fleiri en áður. Hins vegar fá læknanemar að- eins fáa bása til notkunar, en hinir munu ætlaðir ritgerðasmiðum í norræn- um fræðum. Læknanemar verða því ekki lengur alls ráðandi á þessum stað og geta tæplega leyft sér að ræða jafn fjörlega saman og áður. Á Landsspítala hefur setustofu lækna- nema verið umbreytt í lesstofu, og er þar lestrarrými fyrir stúdenta. Þetta er mjög ánægjulegt, þar sem lesrými voru orðin alltof fá, og má enn gera betur, ef duga skal. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar, að nú verða læknanemar að tefla og spjalla saman við borð eitt framan við lyfturnar í nýrri hluta spítalans. Þessi staður er fremur óvist- legur og deyfir e.t.v. nær sjúklegan áhuga læknanema á skákíþrótt og held- ur þeim betur að lestri. Hvað um það, læknanemar vona, að stjórn spítalans sjái þeim brátt fyrir nýrri setustofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.