Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN
11
2. mynd: Pjöldi innlagðra sjúklinga 1945, 1955 og 1964.
hlutfallsleg fækkun innlagninga
vegna organiskra kvilla. Hins veg-
ar er ekki nærri eins mikil hlut-
fallsleg aukning á innlagningum
karla vegna ofdrykkju, jafnvel
þótt búast hefði mátt við henni,
einkum á milli 1955 og 1964, þar
eð Kleppsspítalinn tók við Flóka-
deildinni sem sérstakri deild fyrir
drykkjusjúka á því tímabili. Hins
vegar varð veruleg hlutfallsleg
aukning á innlagningum drykkju-
sjúklinga á milli 1945 og 1955, og
má vera, að tilkoma Gunnarsholts
sem ofdrykkjumannahælis hafi
haft þýðingu í því sambandi, en
sjúklingar, sem þangað fara, leggj-
ast flestir inn á Kleppsspítalann
fyrst í nokkra daga til rannsóknar.
Að öðru leyti virðist vera lítil
breyting á hlutfallslegri skiptingu
innlagninga eftir sjúkdómsgrein-
ingu meðal karla á þessu 20 ára
bili, þrátt fyrir stórkostlega fjölg-
un innlagninganna.
Á fjórðu myndinni er sýndur
dvalartími sjúklinganna á þessum
3 árum, sem sérstaklega hafa ver-
ið athuguð, og kemur þá í ljós, að
1945 dvöldu 28% kvennanna
minna en 3 mánuði á spítalanum,
en 1964 dvöldu 82% minna en 3
mánuði á spítalanum. Meðal karl-
anna hefur hlutfallsleg fjölgun
þeirra, sem hafa dvalið minna en
3 mánuði á spítalanum, ekki verið
eins mikil, og á það að nokkru
rætur sínar að rekja til annarrar
skiptingar karlahópsins eftir sjúk-
dómsgreiningum.
Eins og áður segir, virðist
læknafjölgunin við spítalann