Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 55
LÆKNANEMINN
J,9
Barnaheilsug'æzlustöð.
og jafnframt ódýrt mjöl til mann-
eldis, sem að u.þ.b. 95% er fram-
leitt úr innlendu hráefni. Það hef-
ir verið prófað mjög gaumgæfi-
lega með góðum árangri, og fyrir
stuttu hefir verið hafin fram-
leiðsla þess í stórum stíl fyrir hinn
almenna markað.
Auk þess sem sænska ríkið sér
um þessa þætti heilbrigðisþjónust-
unnar í Addis, vinnur það að
skipulagningu almennrar heil-
brigðisþjónustu og kostar hana að
miklu leyti í tveimur af tólf fylkj-
um Ethiopiu.
Að lokum vona ég, að þetta
sundurlausa rabb mitt hafi beint
hugum ykkar eitthvað að þeim
vandamálum á sviði heilbrigðis-
mála og skyldra mála, er um %
hluti mannkyns hefir við að stríða
í dag, og óbeint er vandamál okk-
ar allra. Og ekki þætti mér verra,
ef einhver hinna verðandi lækna,
og því ekki þegar orðinna lækna,
hugsaði sér að verja hluta starfs-
tíma síns meðal hinna svo mjög
hjálparþurfi ungu Afríkuþjóða.
Leyfi ég mér að segja, að enginn
verður vonsvikinn af þeirri al-
mennu reynslu.
Marasmus.
#
Hjónin voru ósátt og höfðu ekki talað saman í marga daga.
Kvöld eitt lagði hann seðil á náttborð konunnar, sem skrifað var á:
,,Vektu mig klukkan sjö.“
Þegar hann loksins rumskaði klukkan tíu morguninn eftir, fann hann
seðil á náttborðinu, sem á stóð: „Vaknaðu, klukkan er sjö.“