Læknaneminn - 01.09.1969, Page 65

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 65
LÆKNANEMINN 57 og örva þannig samdrátt vöðva, um leið og slakað er á andstæð- ingum (antagónistum) þeirra. Sem dæmi má nefna aðferð til þess að fá m.tiþialis anterior til að drag- ast saman hjá hemiplegisjúklingi með spasticitet í plantarflexorun- um. ísteningi er strokið yfir húð- ina yfir m.tibialis ant. og þess er gætt um leið að þerra allt vatn, áður en það kemur á önnur húð- svæði. Þetta er aðeins gert í fáar sekúndur. Handklæði með ísflísum í er lagt yfir mm.gastrocnemii og togað er í hælinn til þess að teygja á m.soleus, um leið og kuldinn minnkar spasticitetið. Sjúkraþjálf- arinn heldur taki sínu í leggvöðv- ana og byrjar að banka á hælinn medio-plantart til þess að fram- kalla enn frekari hvatningu. Þegar öll taugaboðin hafa náð að verka á framhornsfrumurnar (eftir u.þ. b. 5 mín.), er sjúklingurinn beðinn um að beygja ristina upp. Hver svo sem árangurinn af fyrri til- raunum í þessa átt hefur verið, munu vöðvasamdrættir, sem fást fram eftir þessa meðferð, að öllum líkindum verða sterkari og haldast lengur. Nudd með ísteningum Þessi lækningameðferð er stór- kostlega mikilsverð, þegar kenna þarf sjúklingum að meðhöndla sig heima. Grant hershöfðingi og sam- starfsmenn hans við Brooke Army Medical Center í Texas fundu þessa meðferð upp. Þeir þurftu að senda hermennina aftur til herþjónustu eins fljótt og unnt var, því að ann- ars hefðu þeir orðið að byrja í her- skólanum að nýju. Þeir tóku að nota nudd með ísteningum og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að það var fljótvirkasta sjúkraþjálfunar- aðferðin til þess að draga úr sárs- auka og endurheimta hreyfanleika. Margir bráðir sjúkdómar brugðust vel við nuddi með ís, t.d. arthritis, bursitis, myositis og ofþreyta. Nudd af þessu tagi er einnig áhrifaríkt við liðskemmdum í hrygg. T.d. er meðferðin notuð á hálssvæðið, ef sársauka leiðir það- an út í öxlina, og getur sársauk- inn þá horfið samstundis. Tilgangurinn með meðferðinni er að brjóta sársaukamunstur, þar sem sársaukinn er vanabundinn. Kuldinn deyfir taugaendana og stöðvar taugaboðin. Þegar sárs- aukinn minnkar, er hægt að ná eðlilegum hreyfanleik með aktív- um æfingum. Kontraindíkationir Erfitt er að telja upp sjúkdóma, þar sem kuldameðferð er fráráðin, þar eð þeir, sem notað hafa þessa meðferð, eru ekki á einu máli. Einnig er erfitt að benda á lífeðlis- fræðilegar ástæður vegna mismun- arins á allsherjar (universal) og staðbundinni (lokal) kuldameð- ferð. Sjúklingum með illkynja æxli og livítblæði er ekki gefin allsherjar kuldameðferð, en hins vegar bendir ekkert til þess, að staðbundin meðferð sé fráráðin. Vegna áhrifanna á blóðrásina er kuldameðferð ekki notuð, sé sjúkl- ingurinn með hjartasjúkdóm, og sumir nota ekki kuldameðferð á bringuna og vinstri öxl. Áhrifin á djúpu blóðrásina eru óviss og áhrifin á blóðþrýstinginn óþekkt. Rannsóknir á þessu sviði eru nú gerðar á St. Mary’s Hospital, Lon- don, Department of Physical Medi- cine. Læknar, sem nota steroida- sprautur, vilja ekki beita kulda- meðferð í 24 klst. eftir sprautuna. Afleiðingin af slíkri meðferð strax eftir sprautu er óþekkt.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.