Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 22
22 LÆKN ANEMINN stuttlega lýst prófun þessara vöðva. Styrkleika abdominal vöðva er bezt að prófa, er sjúklingur ligg- ur á bakinu með hnén dregin upp. Athuguð er staða naflans, er sjúklingur liggur, og síðan meðan sjúklingur reisir höfuð og herðar frá kodda. Færist naflinn niður á við, er um að ræða veiklun í efri hluta rectusvöðva, en færist nafl- inn hins vegar upp á við, er um að ræða veiklun í neðri hluta rectus- vöðva. Veiklun í m. obliquus abdominis er auðveldast að prófa, er sjúklingur liggur á bakinu með upphandlegg niður með síðunni, olnboga í 90° beygju og hnefann upp í loft. Sjúklingurinn er síðan látinn ýta hnefanum upp í loftið gegn mótstöðu skoðandans. Ef um lömun er að ræða í m. obliquus, færast neðstu rifin frá naflanum og að hinum prófaða handlegg. Við lömun í m.serratus anterior kemur fram svokölluð „winging“ á herðablaðinu, þ. e. afturbrún þess lyftist frá rifjahylkinu. Þetta má prófa með því að láta sjúkl- inginn standa með olnboga í 90° beygju og þrýsta síðan handleggn- um fram gegn mótstöðu. Oft má sjá mismun á vöðvamassa pector- alis vöðvanna, ef um lömun eða veiklun er að ræða annars vegar. Styrkleika má prófa með því að láta sjúklinginn færa handlegginn úr abduceraðri stöðu niður að síð- unni gegn mótstöðu. Séu ofangreind vöðvapróf nei- kvæð og finnist ekki aðrar lam- anir eða saga um mænuveiki, verð- ur að álíta, að um idiopathiska hryggskekkju sé að ræða, ef engin önnur orsök hefur fundizt. Gildir þetta einkum, ef upphaflega kúrf- an er thoracal kúrfa, convex til hægri, en slík kúrfa er langalgeng- ust við idiopathiskar hrygg- skekkjur. Roentgenmyndir hafa mikla þýðingu við rannsóknir og eftirlit sjúklinga með hryggskekkju. Nota þarf það stórar filmur, að unnt sé að sjá á sömu myndinni allan hrygginn, allt frá sacrum upp að efsta thoracal lið. Þýðingarmestu myndirnar eru ant.-post. myndir í standandi og liggjandi stöðu. Á standandi mynd sést hin raunveru- lega kúrfa, en á liggjandi mynd sést, hve mikið réttist úr kúrfunni við legu. Við upphaflegt mat sjúklinga með hryggskekkju, eink- rnn ef um er að ræða hryggskekkju á háu stigi, eru oft teknar fleiri myndir, halla- og sveigjumyndir auk hliðarmyndar. Þessar myndir hafa þó fyrst og fremst þýðingu, er meta skal, hversu mikillar rétt- ingar er að vænta við kírurgiska meðferð. Sé sjúklingur með væga hrygg- skekkju, og hafi því verið ákveðið að meðhöndla hann conservativt, þarf að fylgjast náið með honum, í það minnsta þar til vexti er að fullu lokið. Auk reglulegrar lækn- isskoðunar er oft stuðzt við roentgenmyndir, sem teknar eru öðru hvoru, oft á 6 mánaða fresti. Nægir þá standandi ant.-post. mynd, eða standandi og liggjandi mynd, eins og áður er lýst. Þar sem slíkt eftirlit gæti fallið í hlut hvers læknis, einkum í héraði, þykir rétt að lýsa, hvernig hrygg- skekkjukúrfan er mæld eftir roentgenmyndum til að sjá, hvort um aukningu á kúrfunni er að ræða. Fyrst er að ákveða, hver sé upp- haflega kúrfan og hverjar com- pensatoriskar. Nægir þar að nefna, að upphaflega kúrfan er venjulega lengst, hefur mestu sveigjuna og mestu struktural breytingarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.