Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 53
LÆKN ANEMINN
vt
tuberculous peritonitar og men-
ingitar, eru mjög útbreiddir, bæði
meðal fullorðinna og barna. Álitið
er, að um 20% þjóðarinnar þjáist
af aktivum berklum.
Bólusótt, typhus og relapsing
fever eru landlægir sjúkdómar.
Holdsveiki hrjáir um 1,5% þjóð-
arinnar, og trachoma er mjög út-
breidd, hefir fundizt meðal 40%
skólabarna í Addis.
Hepatitis infectiosa er mjög út-
breiddur. eins og geta má nærri.
Sjúkdómur þessi lagðist mjög
þungt á þá Evrópumenn, er fengu
hann, en hinir innfæddu sluppu
oft furðu létt. Með reglulegu milli-
bili hlutum við gammaglobulin
injectionir gegn sjúkdómi þessum
í fyrirbyggjandi augnamiði. Var
sýnt fram á það fyrir allmörgum
Bólusótt
Tetanus.
árum, að það veitti góða vörn
meðal gæzlusveita Sameinuðu
þjóðanna í Kóreu.
Beinkröm er mjög algeng meðal
ungabarna eða í um 30% þeirra,
ótrúlegt en satt í þessu sólskins-
landi. Þetta á fyrst og fremst ræt-
ur sínar að rekja til þess útbreidda
siðar að loka börnin inni í hinum
dimmu kofum, forða þeim undan
,,auga djöfulsins", en slíkar eru
hugmyndir um sólina. Þeim er
ekki sleppt út úr kofunum, fyrr en
þau geta bjargað sér sjálf.
Eins og geta má nærri, eru alls
kyns skottulækningar hafðar í
frammi, og komumst við oft í
kynni við afleiðingar þeirra, t. d.
útblædd börn eftir umskurð, en
um 90% ethiopiskra barna af báð-
um kynjum eru umskorin. Að