Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 28
28 LÆKNANEMINN BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, læknir: COMPLEMENT Complement er þáttur í vissum immune reaktionum ásamt mót- efni og mótefnavaka og er frumu- leysandi fyrir vissar frumur, sem bundnar eru mótefnum. Nú í seinni tíð hefur verið sýnt fram á, að í raun og veru er ekki um eitt efni að ræða heldur 9 mis- munandi eggjahvítuefni, sem flest virðast vera efnakljúfar. Verka þau á hvert annað í ákveðinni röð og eru táknuð C’l, C’4, C’2, C’3, C’5, C’6, C’7, C’8, C’9. Einnig hafa fundizt inhibitorar fyrir viss stig, og er inhibitorinn fyrir aktiver- ingu C’l merkastur, en hann vant- ar eða er inaktivur í hereditary angioneurotik edema (1). Fyrsti hluti complementkerfis- ins, C’l, klofnar ennfremur í 3 hluta í návist EDTA, og eru þeir kallaðir C’lq, C’lr og C’ls. Allir complementþættirnir eru globulin og eru hvorki meira né minna en um 10% af serum globulini. C’ls og C’9 eru alfa-globulin, C’lq og C’8 eru gamma-globulin en öll hin beta-globulin (2). Sameindarþungi þeirra er frá 79.000—400.000, en er ekki þekktur fyrir þau öll. Mótefni, sem binda complement, geta ýmist verið immunoglobulin G (IgG) eða immunoglobulin M (IgM), en immunoglobulin A (IgA) virðist ekki binda comple- ment. Þarf aðeins eina sameind af IgM til að verka á complement (C’l), en minnst tvær, sem eru í nánd hvor við aðra á yfirborði frumunnar, sé um IgG að ræða. Haldið er, að mótefni opnist, þeg- ar það binzt mótefnavaka, og í ljós komi hluti, sem verki á comple- ment. Sá hluti complementkerfisins, sem fyrstur binzt frumunni, er C’l, sem þá aktiverast og virkar á C’4, sem binzt annaðhvort frumu- himnunni sjálfri eða C’l (sjá mynd 1—3). C’2 er næst til að bindast, og virkt samband, C’4—C’2, mynd- ast og greiðir götu fyrir bindingu C’3 (sjá mynd 4—6). Getur C’4— C’2 leitt til bindingar mörg hundr- uð C’3 (Beta—1—C í immuno- elektroforesu) á fáum mínútum, séu rétt skilyrði fyrir hendi. Hef- ur þetta mikla þýðingu í sambandi við phagocytosis, immune adher- ance og myndun anaphylatoxins. Anaphylatoxin myndast, þegar C’3 verkar á C’l’4’2, klofnar þá úr því brot, F(a)C’3, og eru áhrif anaphylatoxins bundin því, og veld- ur það samdrætti sléttra vöðva, auknu „permeability" háræða, og að ,,mast“ friunur gefa frá sér histamín. Einnig myndast annað anaphylatoxin síðar úr C’4’2’3, kallað F(a)C’5, og hindrar anti- histamín áhrif þess á slétta vöðva. Með immune adherance er átt við viðloðun mótefnavaka-mótefn- is + eomplements við rauð blóð- korn. Þetta er, eins og áður segir, bundið við C’3. Mikilvægi þess in vivo er, að það greiðir fyrir phagocytosis á bakteríum og veir- um, sem þannig eru bundnar rauðu blóðkornunum (erythrophagocyt- osis). Sennilega á sér svipað fyr- irbrigði stað með hvít blóðkorn. Næsta stigið eftir bindingu C’3 er binding C’5’6’7, og fylgir því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.