Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 28
28
LÆKNANEMINN
BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, læknir:
COMPLEMENT
Complement er þáttur í vissum
immune reaktionum ásamt mót-
efni og mótefnavaka og er frumu-
leysandi fyrir vissar frumur, sem
bundnar eru mótefnum.
Nú í seinni tíð hefur verið sýnt
fram á, að í raun og veru er ekki
um eitt efni að ræða heldur 9 mis-
munandi eggjahvítuefni, sem flest
virðast vera efnakljúfar. Verka
þau á hvert annað í ákveðinni röð
og eru táknuð C’l, C’4, C’2, C’3,
C’5, C’6, C’7, C’8, C’9. Einnig hafa
fundizt inhibitorar fyrir viss stig,
og er inhibitorinn fyrir aktiver-
ingu C’l merkastur, en hann vant-
ar eða er inaktivur í hereditary
angioneurotik edema (1).
Fyrsti hluti complementkerfis-
ins, C’l, klofnar ennfremur í 3
hluta í návist EDTA, og eru þeir
kallaðir C’lq, C’lr og C’ls. Allir
complementþættirnir eru globulin
og eru hvorki meira né minna en
um 10% af serum globulini. C’ls
og C’9 eru alfa-globulin, C’lq og
C’8 eru gamma-globulin en öll hin
beta-globulin (2). Sameindarþungi
þeirra er frá 79.000—400.000, en
er ekki þekktur fyrir þau öll.
Mótefni, sem binda complement,
geta ýmist verið immunoglobulin
G (IgG) eða immunoglobulin M
(IgM), en immunoglobulin A
(IgA) virðist ekki binda comple-
ment. Þarf aðeins eina sameind af
IgM til að verka á complement
(C’l), en minnst tvær, sem eru í
nánd hvor við aðra á yfirborði
frumunnar, sé um IgG að ræða.
Haldið er, að mótefni opnist, þeg-
ar það binzt mótefnavaka, og í ljós
komi hluti, sem verki á comple-
ment.
Sá hluti complementkerfisins,
sem fyrstur binzt frumunni, er
C’l, sem þá aktiverast og virkar á
C’4, sem binzt annaðhvort frumu-
himnunni sjálfri eða C’l (sjá mynd
1—3). C’2 er næst til að bindast,
og virkt samband, C’4—C’2, mynd-
ast og greiðir götu fyrir bindingu
C’3 (sjá mynd 4—6). Getur C’4—
C’2 leitt til bindingar mörg hundr-
uð C’3 (Beta—1—C í immuno-
elektroforesu) á fáum mínútum,
séu rétt skilyrði fyrir hendi. Hef-
ur þetta mikla þýðingu í sambandi
við phagocytosis, immune adher-
ance og myndun anaphylatoxins.
Anaphylatoxin myndast, þegar
C’3 verkar á C’l’4’2, klofnar þá
úr því brot, F(a)C’3, og eru áhrif
anaphylatoxins bundin því, og veld-
ur það samdrætti sléttra vöðva,
auknu „permeability" háræða, og
að ,,mast“ friunur gefa frá sér
histamín. Einnig myndast annað
anaphylatoxin síðar úr C’4’2’3,
kallað F(a)C’5, og hindrar anti-
histamín áhrif þess á slétta vöðva.
Með immune adherance er átt
við viðloðun mótefnavaka-mótefn-
is + eomplements við rauð blóð-
korn. Þetta er, eins og áður segir,
bundið við C’3. Mikilvægi þess in
vivo er, að það greiðir fyrir
phagocytosis á bakteríum og veir-
um, sem þannig eru bundnar rauðu
blóðkornunum (erythrophagocyt-
osis). Sennilega á sér svipað fyr-
irbrigði stað með hvít blóðkorn.
Næsta stigið eftir bindingu C’3
er binding C’5’6’7, og fylgir því