Læknaneminn - 01.09.1969, Side 21

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 21
LÆKNANEMINN 21 henni, hefur hún aukizt, síðan fyrst var eftir henni tekið, hvaða meðferð, ef nokkur, hefur verið gefin, hefur sjúklingur fengið mænuveiki, verið bólusettur gegn mænuveiki ? Upplýsingar um al- mennt heilsufar sjúklings eru nauðsynlegar, einnig upplýsingar um mataræði, einkum á ungbarns- árum. Varast ber að einskorða sjúkra- og heilsufarssögu um of við hryggskekkju sjúklings. Hið sama gildir raunar um skoð- un. Hún má ekki einskorðast um of við hryggskekkju sjúklings, ella vofir sú hætta yfir, að hin raunverulega orsök hryggskekkj- unnar fari fram hjá skoðanda og þar af leiðandi reynist ókleift að taka ákvörðun um rétta meðferð. Þau líkamlegu einkenni, er hreinlega orsakast af hrygg- skekkjunni, og finnast við skoðun hjá sjúklingum, eru misháar axlir, útstandandi mjöðm, asymmetrisk- ar síður og, síðast en ekki sízt, asymmetriskur thorax. Við höf- um ekki áður vakið athygli á þeirri staðreynd, að samfara hlið- arsveigjunni við hryggskekkju er nær alltaf til staðar rotationsde- formitet, þótt í misjöfnum mæli sé. Snúningurinn orsakast af því, að liðamótin milli einstakra liðbola í hryggnum liggja aftan við miðju hrings þess, sem myndast af corpus og laminunum. Liðamótin eru fastir punktar, og er hliðar- sveigja kemur á hrygginn, snýst hann um leið, þannig að hryggjar- liðbohrnir snúast að convexiteti kúrfunnar. Þetta veldur því, að við hryggskekkjur, þar sem upphaf- lega kúrfan er í col. thoracalis, kemur fram snúningur á thorax, rifin og herðablaðið verða útstæð á bakinu þeim megin, sem con- vexitet kúrfunnar er, en rifin verða hins vegar útstæð að framan þeim megin, sem concavitet kúrfunnar er. Utan þeirra einkenna, er bein- línis orsakast af hryggskekkjunni, leitum við einkum við skoðun að einkennum, er gætu skýrt orsök hryggskekkjunnar, svo sem neurologiskum einkennum, vöðva- lömunum og húðanomalium. Við höfum áhuga á að finna „café au lait“ bletti, subcutan neurofibroma og húðlesionir, er fylgja meðfædd- um malformationum, svo sem hár- brúska á baki, hemangioma, ,,a skin dimple" eða myelomeningo- cele, ef slíkt er fyrir hendi. Eftir vandlega tekna sjúkra- sögu, skoðun og viðeigandi rtg.- myndatökur, á etiologisk greining hryggskekkjunnar í flestum til- fellum að liggja ljós fyrir. Helzt má búast við erfiðleikum víð að greina á milli idiopathiskra tilfella og þeirra, er orsakast af poliomy- elitis, þar sem sjúkdómurinn hef- ur ekki verið greindur, og áber- andi lamanir ekki komið fram. Vægar lamanir eða veiklun á hryggvöðvum getur framkallað hryggskekkju, en styrkleikaprófun á vöðvum þessum er oft erfið. Risser hefur bent á, að í slíkum tilfellum séu vöðvar ventralt á líkamanum, er innerverast af sömu segmentum, einnig lamaðir eða veiklaðir. Þar sem um sé að ræða upphaflega kúrfu í col. lumbalis, megi búast við veiklun í abdominal vöðvum, við upphaf- lega kúrfu á neðra thoracal svæð- inu megi búast við lömun í m. serratus anterior, en við hrygg- skekkju á miðthoracal svæðinu sé oft lömun í m.pectoralis. Ef kúrfan nær upp í efri thoracal segmentin, getur jafnvel fundizt lömun í háls- vöðvum. Þar sem rétt er að leita slíkra lamana við skoðun sjúkl- inga með hryggskekkju, er hér

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.