Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 6
6 LÆKN ANEMINN um og aðgerðum vegna þessara sjúkdóma. Væri vonandi, að okk- ar stjórnmálamenn hefðu sama skilning á vandamálinu og fram kom í þessari ræðu Bandaríkja- forseta. Til þess að koma stjórn- málamönnunum í skilning um þetta þarf vel menntaða og áhuga- sama unga lækna, sem leggja til heila, áður en stjórnmálamennirn- ir leggja til hús. „Brains before bricks“ var slagorð, sem banda- ríski geðlæknirinn William Menn- inger notaði fyrir meira en 20 ár- um. Þróun og saga. Þróun aðstöðunnar til geðlækn- inga á íslandi hefur verið mjög hæg samanborið við þróun á að- stöðunni til annarra lækninga. Framan af einkenndist viðhorfið til geðsjúklinga hér eins og ann- ars staðar fyrst og fremst af til- hneigingu til þess að afneita vandamálinu og ýta því frá sér, koma geðsjúklingunum fyrir ein- hvers staðar, þar sem lítið bar á þeim og þeir voru ekki öðrum til óþæginda. Síðar bættist mannúð- arsjónarmiðið við. Þá var farið að hugsa fyrir hjúkrun og aðhlynn- ingu handa sjúklingunum og að þeim væri komið fyrir, þar sem vel færi um þá og þeir gætu notið sæmilegra daga eftir atvikum. Þá kom lækningasjónarmiðið og loks félagslækningasjónarmiðið, sem nú er uppi. Beinist það að því að lækna sjúklingana eins fljótt og hægt er sem næst þeirra eðlilega umhverfi og við sem eðlilegastar félagsleg- ar og umhverfis aðstæður. Þó að þörfin fyrir þjónustu við geðsjúka hafi lengi verið ljós, hefur miðað ósköp hægt til þess að fullnægja þessari nauðsyn. Danska stjórnin kom auga á þörfina þegar árið 1831, og skrifaði kansellíið í Kaup- mannahöfn þá stiftamtmanninum hér bréf og lagði fyrir hann að láta útvega upplýsingar um, hve marga geðveika þyrfti að vista á hæli. Þessi athugun skyldi fara fram vegna hugsanlegrar yfirtöku danska ríkisins á Bidstrupgárd, þar sem Kaupmannahafnarborg hafði hæli fyrir geðveika eða ölmusumenn, eins konar Arnarholt þeirra tíma. Það þarf varla að taka fram, að ekkert varð úr þess- um ráðagerðum. Þá, eins og oft síðar, var togstreita milli ríkis og bæjar. Kaupmannahafnarborg á enn Bidstrupgárd, og þar er nú stærsta geðsjúkrahús Danmerkur, Sct. Hans Hospital. Á árunum 1839—’41 kannaði danskur læknir, Húbertz að nafni, hve margir geðveikir og hve marg- ir fávitar væru á íslandi og í Dan- mörku. Hubertz taldi, að á Islandi væru 3,2 af hverjum þúsund íbú- um annað hvort geðveikir eða fá- vitar á móti 1,8 ,,i det övrigs kongerige". Hann skrifaði fyrst- ur um hina sérstöku möguleika, sem eru á íslandi til rannsókna á faraldursfræði, sem við státum af enn í dag. „Efter de gjeldende begreber er Island ellers den eneste del af Danmark, hvor local for- holdene frembyder de flæste af de betingelser der fordres til kur- forsög paa idioter og kretins og disse sygdomsformer er i over- vejende antal til stede.“ Það er sem sagt ekkert nýtt, að menn hafi komið auga á ágætar aðstæð- ur á íslandi til slíkra rannsókna. Um 1860 var geðveikraspítalinn í Vordingborg á Sjálandi tekinn í notkun, fsland tilheyrði upptöku- svæði þessa spítala, og þangað voru sendir nokkrir sjúklingar héðan fram undir 1930, ef ekki var látið nægja að slá utan um þá, eins og kallað var. En það þekkt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.