Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 69
LÆKNANEMINN
61
Hörður
Berg’steinsson
Jakob
Úlfarsson
Jóhannes
Magnússon
Kristján T. Páll Unnur B.
Ragnarsson Eiríksson Pétursdóttir
ingju með hið nýja embætti og góðs
árangurs í störfum á komandi árum.
V.Þ.
Fundur í F.L.
Fundur var haldinn í F.L. 1.4. 1969
í XI. kennslustofu Háskólans.
Fundarefni: Á að takmarka inntöku
nýrra nemenda í deildina?
Gestir fundarins voru prófessorarnir
Ólafur Bjamason, Tómas Helgason og
Steingrímur Baldursson.
Formaður F.L., Guðjón Magnússon,
setti fundinn og stýrði honum. Fundar-
ritari var skipaður Lúðvík Ólafsson.
Fyrstur tók til máls Tómas Helgason.
Sagði hann, að ekki væri hægt að veita
öllum inngöngu í deildina, sem æsktu
þess, vegna skorts á húsnæði, kennur-
um og tækjum. Erlendis væri sá hátt-
ur á hafður á flestum stöðum að tak-
marka aðgang að læknadeildum og þá
ýmist miðað við stúdentspróf eða inn-
tökupróf.
Tómas sagði, að ekki hefði verið upp-
hafspróf við deildina, þegar hann var
við nám. Tíðkaðist þá, að menn væru
að dútla í I. hluta í 7 til 10 ár, oft án
þess að sýna árangur. Upphafsprófin
höfðu hemil á fjöldanum í deildinni, þar
til fyrir 3 áram, að mikill fjöldi nýstúd-
enta innritaðist I læknadeild, eða 77 ár-
ið 1967 og 94 árið 1968. Fjölgunin í
deildinni hefur farið saman við bætt