Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 7
LÆKNANEMINN 7 ist jafnvel fram á þessa öld hér á landi, að slegnir voru þröngir rimlakassar utan um órólega sjúklinga, svo að þeir gátu varla hreyft sig. Var þeim gefinn mat- ur á milli rimlanna. Árið 1901 starfaði hér um tíma danskur læknir, Christian Schierbeck að nafni, sem rann svo til rifja hin ómannúðlega meðferð, sem geð- veikir urðu fyrir, að hann bauðst til að láta tengdaforeldra sína gefa fslendingum 15 rúma geðveikra- spítala. Ekki varð þó úr þessu. Seint á sumrinu 1905 voru sam- þykkt lög á alþingi um stofnun geðveikrahælis. í frumvarpinu, sem lagt var fyrir alþingi, var upp- haflega gert ráð fyrir, að aðeins 22 rúm yrðu á spítalanum eða fyr- ir 1/6 hluta þeirra, sem þá voru taldir geðveikir samkvæmt mann- talinu frá 1901. í meðförum al- þingis var frumvarpinu breytt þannig, að hælið skyldi rúma 40— 50 sjúklinga og ákveðið, að því skyldi fundinn staður í nánd við Reykjavík. Þessi spítali stóð full- búinn og var tekinn í notkun 27. maí 1907 og er enn í notkun svo sem kunnugt er. Til gamans má geta þess, að áætlaður byggingar- kostnaður var 90 þúsund krónur, en áætlaður rekstrarkostnaður fyrsta árið var 21.455,00 krónur miðað við 50 sjúklinga. Daggjöld voru ákveðin 1,00 króna á sjúkl- ing, sem var tæpur helmingur af kostnaði. Til samanburðar er tal- ið, að 90 rúma geðdeild, sem á að byggja við Landspítalann, muni kosta um 100 milljónir króna. Er þá ekki reiknað með kostnaði vegna ýmiss konar aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi í Landspítal- anum, en vrði að byggja upp, ef byggð væri sjálfstæð deild óháð öðrum spítala. Áætlaður rekstrar- kostnaður Kleppsspítalans í ár er 70 milljónir, en daggjöldin nú að- eins 600,00 krónur. Það gefur auga leið, að geð- spítali, sem byggður var á þess- um tíma, og var þegar allt of lítill, fylltist á mjög skömmum tíma af erfiðustu sjúklingunum og þeim, sem höfðu lélegastar batahorfur. Einnig kom þá nokkuð af fávitum í spítalann, og stuðlaði það að því, að spítalinn fylltist og stíflað- ist þegar eftir 2—3 ár, svo að úr því gátu ekki komið nema 10—15 sjúklingar árlega á spítalann. Fram til 1929 starfaði aðeins einn læknir við spítalann, Þórður heit- inn Sveinsson, sem hafði farið ut- an, áður en rekstur spítalans hófst, til þess að kynna sér geðlækning- ar í Danmörku og Þýzkalandi. Síðan hefur verið smáaukið við þennan spítala fram til ársins 1951. Var þá talið, að rúm væri fyrir 240 sjúklinga í spítalanum. Síðan hefur ekkert verið byggt við spítalann nema ketilhús og vinnu- stofur fyrir sjúklinga. Vegna skortsins, sem alltaf hef- ur verið á sjúkrarými fyrir geð- sjúka, hafa öíl ónotuð pláss á öðr- um sjúkrastofnunum smám sam- an verið tekin í notkun fyrir geð- sjúka. Þannig varð Farsóttahúsið í Reykjavík smám saman að geð- deild eftir síðari heimstyrjöld- ina, en hefur nú loks verið lagt niður, eftir að það komst á níræð- isaldur og geðdeild Borgarsjúkra- hússins var tekin í notkun. Geð- læknum fjölgaði hægt, 1940 voru aðeins 3 geðlæknar á landinu. Ár- ið 1950 voru þeir orðnir 5, en um síðustu áramót voru 10 læknar starfandi hér á landi, sem höfðu hlotið sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum. 6 af þessum 10 læknum eru sjúkrahúslæknar að aðalstarfi, 1 sinnir aðallega al- mennum lækningum, en 3 sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.