Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Page 7

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 7
LÆKNANEMINN 7 ist jafnvel fram á þessa öld hér á landi, að slegnir voru þröngir rimlakassar utan um órólega sjúklinga, svo að þeir gátu varla hreyft sig. Var þeim gefinn mat- ur á milli rimlanna. Árið 1901 starfaði hér um tíma danskur læknir, Christian Schierbeck að nafni, sem rann svo til rifja hin ómannúðlega meðferð, sem geð- veikir urðu fyrir, að hann bauðst til að láta tengdaforeldra sína gefa fslendingum 15 rúma geðveikra- spítala. Ekki varð þó úr þessu. Seint á sumrinu 1905 voru sam- þykkt lög á alþingi um stofnun geðveikrahælis. í frumvarpinu, sem lagt var fyrir alþingi, var upp- haflega gert ráð fyrir, að aðeins 22 rúm yrðu á spítalanum eða fyr- ir 1/6 hluta þeirra, sem þá voru taldir geðveikir samkvæmt mann- talinu frá 1901. í meðförum al- þingis var frumvarpinu breytt þannig, að hælið skyldi rúma 40— 50 sjúklinga og ákveðið, að því skyldi fundinn staður í nánd við Reykjavík. Þessi spítali stóð full- búinn og var tekinn í notkun 27. maí 1907 og er enn í notkun svo sem kunnugt er. Til gamans má geta þess, að áætlaður byggingar- kostnaður var 90 þúsund krónur, en áætlaður rekstrarkostnaður fyrsta árið var 21.455,00 krónur miðað við 50 sjúklinga. Daggjöld voru ákveðin 1,00 króna á sjúkl- ing, sem var tæpur helmingur af kostnaði. Til samanburðar er tal- ið, að 90 rúma geðdeild, sem á að byggja við Landspítalann, muni kosta um 100 milljónir króna. Er þá ekki reiknað með kostnaði vegna ýmiss konar aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi í Landspítal- anum, en vrði að byggja upp, ef byggð væri sjálfstæð deild óháð öðrum spítala. Áætlaður rekstrar- kostnaður Kleppsspítalans í ár er 70 milljónir, en daggjöldin nú að- eins 600,00 krónur. Það gefur auga leið, að geð- spítali, sem byggður var á þess- um tíma, og var þegar allt of lítill, fylltist á mjög skömmum tíma af erfiðustu sjúklingunum og þeim, sem höfðu lélegastar batahorfur. Einnig kom þá nokkuð af fávitum í spítalann, og stuðlaði það að því, að spítalinn fylltist og stíflað- ist þegar eftir 2—3 ár, svo að úr því gátu ekki komið nema 10—15 sjúklingar árlega á spítalann. Fram til 1929 starfaði aðeins einn læknir við spítalann, Þórður heit- inn Sveinsson, sem hafði farið ut- an, áður en rekstur spítalans hófst, til þess að kynna sér geðlækning- ar í Danmörku og Þýzkalandi. Síðan hefur verið smáaukið við þennan spítala fram til ársins 1951. Var þá talið, að rúm væri fyrir 240 sjúklinga í spítalanum. Síðan hefur ekkert verið byggt við spítalann nema ketilhús og vinnu- stofur fyrir sjúklinga. Vegna skortsins, sem alltaf hef- ur verið á sjúkrarými fyrir geð- sjúka, hafa öíl ónotuð pláss á öðr- um sjúkrastofnunum smám sam- an verið tekin í notkun fyrir geð- sjúka. Þannig varð Farsóttahúsið í Reykjavík smám saman að geð- deild eftir síðari heimstyrjöld- ina, en hefur nú loks verið lagt niður, eftir að það komst á níræð- isaldur og geðdeild Borgarsjúkra- hússins var tekin í notkun. Geð- læknum fjölgaði hægt, 1940 voru aðeins 3 geðlæknar á landinu. Ár- ið 1950 voru þeir orðnir 5, en um síðustu áramót voru 10 læknar starfandi hér á landi, sem höfðu hlotið sérfræðiviðurkenningu í geðlækningum. 6 af þessum 10 læknum eru sjúkrahúslæknar að aðalstarfi, 1 sinnir aðallega al- mennum lækningum, en 3 sinna

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.