Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 70

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 70
62 LÆKNANEMINN kjör lækna svo og við f jölda þeirra, sem lokið hafa stúdentsprófi. Síðastliðið haust innrituðust 20% allra nýstúdenta í læknadeild bg vorið ’68 þreyttu 80 stúdentar upphafspróf, eða um 3% af 21 árs árganginum. Tómas sagði, að rangt væri, að frum- kvæðið að takmörkun í deildina væri komið frá læknafélögunum, þetta mál hefði ekki verið rætt þar. 1967 var rætt um þetta mál í deildarráði og stungið upp á samkeppnisprófi við inntöku í deildina. Fulltrúi stúdenta var þessu mótfallinn og tillagan síðar felld í Há- skólaráði. Sömuleiðis átti hugmyndin um numerus clausus ekki upp á pall- borðið hjá Háskólaráði 1968. Þá sagði Tómas, að oft hefði verið rætt um að takmarka aðgang að deild- lnni við stærðfræðideild eða náttúru- fræðideild, en ekki væri það góð lausn, þar sem bezt væri að hafa sem mesta breidd almennrar menntunar meðal lækna. Að lokum greindi próf. Tómas frá þeim reglum, sem gilda um próf við deildina nú, og sagði, að Háskólaráð hefði ákveðið að takmarka inngöngu í deildina við lágmarkseinkunn á stúd- entsprófi með þeim fyrirvara, að ekki fengist aukin fjárveiting til kennslu. Væri það kennurum deildarinnar öllum mikil raun, að til þess hafi þurft að koma. Næstur tók til máls Steingrímur Baldursson. Kvaðst hann hafa átt sæti í nefnd ásamt Jónasi Hallgrímssyni og próf. Jóni Steffensen, og hafi þeim verið falið að finna þá lágmarkseinkunn á stúdentsprófi, sem leiddi til hæfilegs fjölda nýstúdenta í læknadeild. Könnuð var fallprósenta við upphafspróf miðað við einkunn á stúdentsprófi, og kom eftirfarandi í ljós: Einkmin úr stærSfræðid. 7,00 7,25 7,50 Einkunn úr máladeild 8,00 8,25 8,50 Fall viS upphafspróf 20% 15% 10% Lagði nefndin til að fengnum þessum niðurstöðum að miða inntöku í deildina við lágmarkseinkunnina 7,25 úr stærð- fræðideild og náttúrufræðideild, en 8,00 úr máladeild, verzlunarskóla og kenn- araskóla. Samkvæmt þessu mætti gera ráð fyrir 25 - 35 nýjum stúdentum í deildina árlega á tímabilinu ’69 - ’71. Ólafur Bjarnason tók næstur til máls og sagðist ætla að svara tveimur spurn- ingum: 1. Á að takmarka inngöngu í deildina? 2. Hvernig á að takmarka? Fyrri spurningunni svaraði hann á þá leið, að aðbúnaður allur krefðist þess, að aðgangur í deildina yrði takmark- aður. Sem svar við síðari spurningunni sagði Ólafur, að margar leiðir kæmu til g'reina, og hefðu þær verið athug- aðar nákvæmlega, en niðurstaða deild- arráðs væri sú, a.ð bezt væri að miða við stúdentspróf, eins og sakir stæðu, þar sem samkeppnispróf yrðu kostnað- arsöm og erfið í framkvæmd. Þó bæri að athuga, að Háskólaráð og ráðuneyti ættu eftir að samþykkja tillögur deild- arráðs. Takmörkun væri á inngöngu í læknadeildir víðast hvar í heiminum, nema í Hollandi og í 2 af 3 læknaskól- um í Danmörku. 1 Helsinki væru teknir inn 180 af 1000 til 1100 umsækjendum, 50% væru strax útilokaðir á stúdents- prófi, en hinir með samkeppnisprófi eftir 6 vikna námskeið. Þegar Ólafur hafði lokið máli sínu, bað Guðjón Magnússon menn að stíga í pontu eða bera fram fyrirspurnir. Margar fyrirspurnir komu fram, og var ákveðið, að prófessorarnir svöruðu öll- um spurningunum að lokum í einu. Helztu spurningamar voru: Er þetta ekki vandamál Háskólans fremur en deildarinnar ? Hefur verið könnuð orsök þessarar aukningar í aðsókn að deildinni? Verður gefinn einhver frestur á gild- istöku þessara ákvæða? Hafa verið gerðar ráðstafanir til að fjölga námsleiðum við H.I., eða eiga allir að verða lögfræðingar ? Fækkar ekki útskrifuðum læknum við þessar ráðstafanir, eða hefur þörf fyrir lækna verið áætluð? Mætti ekki auka stúdentafjöldann í 40 til 50 nýja á ári ? Hvað á að gera, ef allir 2. árs nem- endur ná I. hluta prófi, en þeir eru um 50? Eru uppi hugmyndir um að endur- skipuleggja kennsluna, t.d. með þvi að láta eldri nemendur kenna hinum yngri ? Rektor hefur upplýst, að fé hafi verið fyrir hendi til byggingar læknadeildar, frá þvi áður en Háskólabíó var byggt, en læknadeild hafi þá ekki verið tilbúin að byggja. Er þetta satt 'og rétt? Benda má á, að á stúdentaráðsfundi var samþykkt einróma, að takmörkun á inngöngu í deildina yrði á grundvelli prófa í skólanum sjálfum, væri slík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.