Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 52
LÆKNANEMINN
)t6
Næringarskortur hrjáir þjóðina
mjög, þótt ekki sé hægt að segja,
að lýðurinn verði almennt hægum
hungurdauða að bráð, en næring-
arskorturinn, sem í kalorium
reiknaður er að meðaltali 400
kaloriur á dag, gerir fólkið mun
móttækilegra fyrir alls kyns
krankleikum.
Proteinskortur er mjög algeng-
ur og gefur sig til kynna sem
ákveðin sjúkdómsmynd, meðal
barna kölluð kwashiorkor, sem
með sanni hefir verið kallaður al-
gengasti barnasjúkdómur á jarð-
ríki.
Sjúkdómar, orsakaðir af alls
kyns parasitum, eru mjög algeng-
ir. Af parasitum eru ascaris og
amoeba algengastir. Ekki var
óalgengt að finna við rect. explora-
Syphilis.
Berklar í hrygg.
tion meðal barna, er leituðu okkar,
úttroðna ampullu af ascaris, og
oft mátti sjá sömu kvikindi ryðja
sér braut fram úr vitum þessara
vesalings barna. Að finna 3—5
tegundir mismunandi þarmapara-
sita hjá sama einstaklingi var
ekki óalgengt.
Malaria ógnar um 8 millj. þjóð-
arinnar eða öllum þeim, er lifa
neðan við 2000 m hæð yfir haf-
flöt. Öðru hvoru komu þó fyrir
malariutilfelli í Addis, og tókum
við reglulega viðeigandi lyf í fyr-
irbyggjandi augnamiði.
Eins og áður er sagt eru kyn-
sjúkdómar mjög útbreiddir og
komumst við oft í tæri við þá,
bæði syphilis og gonorrhoea.
Berklar í alls kyns myndum, svo
sem lungnaberklar, beinaberklar,