Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 54
LÆKNANEMINN
1,8
kJippa burtu uvula, sem lækningn
við hálskvillum, og bora út tann-
kímið, sem lækningu við niður-
gangi, eru mjög útbreiddir siðir.
Oft veiktust þessi börn mjög illa
og leituðu þá oft til okkar nær
dauða en lífi með purulent menin-
gita, slæmar lungnabólgur o. s.
frv.
Tetanus er mjög tíður sjúk-
dómur, og komumst við einkum í
tæri við tetanus meðal nýfæddra
barna.
Rabies er allútbreiddur, enda er
ekkert eftirlit með hundahaldi
eins og áður er sagt, og eru marg-
ir hundar haldnir rabies, og einnig
er áhtið, að rabies sé endemiskur
meðal hýena og sjakala og e. t. v.
fleiri villtra dýra.
Sænsk-ethiopiska barnasjúkra-
húsið hefur verið starfrækt síðan
1958. Það hafði á að skipa 50 rúm-
um, er ég dvali þar, en nú hefur
rúmafjöldi aukizt til muna með
tilkomu nýrra bygginga. Aðsókn-
in að því hefir aukizt stöðugt.
1967 voru innlagðir um 1500 sjúkl-
ingar og polyklinikina heimsóttu
um 100 þús. sjúklingar, þar af ný-
skráðir sjúklingar um 20 þúsund.
Er ég var þar, störfuðu þar 8 lækn-
ar af ýmsum þjóðernum. Starf-
semin er eiginlega þríþætt, þ. e.
lækning, fyrirbyggjandi meðferð
og kennslustarfsemi, en við sjúkra-
húsið hljóta allar verðandi hjúkr-
unarkonur kennslu í barnahjúkr-
un, og síðan læknadeildin var
stofnuð 1965, fer kennsla lækna-
nema í barnasjúkdómum einnig
fram þar, auk þess sem ýmsir aðr-
ir hópar hjúkrunarfólks fá þar til-
sögn. Sem aðaltungumál er enska
notuð við starfið með hjálp túlka.
Vegna hinnar gífurlegu aðsókn-
ar, og þar sem sjúkrahúsið er enn
sem komið er eina barnasjúkra-
húsið í Addis, er aðeins hægt að
leggja inn hina mest aðframkomnu
sjúklinga, sem við komu eru oft i
andarslitrunum. Dánartala hefir
verið mjög há, um 25%.
Sjúkrahúsið sér einnig um og
starfrækir alm. barnaheilsugæzlu-
stöðvar á 9 mismunandi stöðum í
Addis Ababa, sem hver um sig er
heimsótt einu sinni í viku. Starf-
semin þar fer að mestu leyti fram
undir berum himni. Þar er mæðr-
um veitt almenn fræðsla um heil-
brigðismál, gildi hreinlætis o. s.
frv. Einnig eru börn bólusett þar
gegn algengustu kvillum, og ein-
föld læknishjálp er látin í té. Jafn-
framt er úthlutað þurrmjólkur-
dufti og sápu, sem hvort tveggja
er gjöf frá barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna.
Síaukin áherzla er lögð á hinn
fyrirbyggjandi þátt heilbrigðis-
þjónustunnar og allt, sem má
verða til þess að auka viðnáms-
þrótt þjóðarinnar. Á því sviði
vinnur önnur sænsk stofnun, sem
stendur í nánu sambandi við
barnasjúkrahúsið, mjög merkilegt
starf. Þar er unnið að næringar-
efnarannsóknum undir stjórn
þeirrar deildar við læknadeildina í
Uppsölum, er fæst við næringar-
efnarannsóknir. Þessari stofnun
hefur heppnazt að framleiða líf-
efnafræðilega séð mjög verðmætt
Bamas júkrahúsið.