Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 54

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 54
LÆKNANEMINN 1,8 kJippa burtu uvula, sem lækningn við hálskvillum, og bora út tann- kímið, sem lækningu við niður- gangi, eru mjög útbreiddir siðir. Oft veiktust þessi börn mjög illa og leituðu þá oft til okkar nær dauða en lífi með purulent menin- gita, slæmar lungnabólgur o. s. frv. Tetanus er mjög tíður sjúk- dómur, og komumst við einkum í tæri við tetanus meðal nýfæddra barna. Rabies er allútbreiddur, enda er ekkert eftirlit með hundahaldi eins og áður er sagt, og eru marg- ir hundar haldnir rabies, og einnig er áhtið, að rabies sé endemiskur meðal hýena og sjakala og e. t. v. fleiri villtra dýra. Sænsk-ethiopiska barnasjúkra- húsið hefur verið starfrækt síðan 1958. Það hafði á að skipa 50 rúm- um, er ég dvali þar, en nú hefur rúmafjöldi aukizt til muna með tilkomu nýrra bygginga. Aðsókn- in að því hefir aukizt stöðugt. 1967 voru innlagðir um 1500 sjúkl- ingar og polyklinikina heimsóttu um 100 þús. sjúklingar, þar af ný- skráðir sjúklingar um 20 þúsund. Er ég var þar, störfuðu þar 8 lækn- ar af ýmsum þjóðernum. Starf- semin er eiginlega þríþætt, þ. e. lækning, fyrirbyggjandi meðferð og kennslustarfsemi, en við sjúkra- húsið hljóta allar verðandi hjúkr- unarkonur kennslu í barnahjúkr- un, og síðan læknadeildin var stofnuð 1965, fer kennsla lækna- nema í barnasjúkdómum einnig fram þar, auk þess sem ýmsir aðr- ir hópar hjúkrunarfólks fá þar til- sögn. Sem aðaltungumál er enska notuð við starfið með hjálp túlka. Vegna hinnar gífurlegu aðsókn- ar, og þar sem sjúkrahúsið er enn sem komið er eina barnasjúkra- húsið í Addis, er aðeins hægt að leggja inn hina mest aðframkomnu sjúklinga, sem við komu eru oft i andarslitrunum. Dánartala hefir verið mjög há, um 25%. Sjúkrahúsið sér einnig um og starfrækir alm. barnaheilsugæzlu- stöðvar á 9 mismunandi stöðum í Addis Ababa, sem hver um sig er heimsótt einu sinni í viku. Starf- semin þar fer að mestu leyti fram undir berum himni. Þar er mæðr- um veitt almenn fræðsla um heil- brigðismál, gildi hreinlætis o. s. frv. Einnig eru börn bólusett þar gegn algengustu kvillum, og ein- föld læknishjálp er látin í té. Jafn- framt er úthlutað þurrmjólkur- dufti og sápu, sem hvort tveggja er gjöf frá barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síaukin áherzla er lögð á hinn fyrirbyggjandi þátt heilbrigðis- þjónustunnar og allt, sem má verða til þess að auka viðnáms- þrótt þjóðarinnar. Á því sviði vinnur önnur sænsk stofnun, sem stendur í nánu sambandi við barnasjúkrahúsið, mjög merkilegt starf. Þar er unnið að næringar- efnarannsóknum undir stjórn þeirrar deildar við læknadeildina í Uppsölum, er fæst við næringar- efnarannsóknir. Þessari stofnun hefur heppnazt að framleiða líf- efnafræðilega séð mjög verðmætt Bamas júkrahúsið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.