Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 34
H
LÆKNANEMINN
áfram að vera jákvætt, eftir að
hemolysis er hætt, og virðist C’4’3
jafnvel flytjast á ný blóðkorn.
Kulda-agglutinin bindast mót-
efnavaka við kólnun. I yfirborðs-
æðum, sem utsettar eru fyrir
kulda, getur hitinn orðið nógu
lágur (30—32 C°), til að comple-
mentbinding geti átt sér stað.
Þegar agglutinin hitna aftur, klofn-
ar sambandið, en C’4’3 er áfram
bundið frumum og gefur jákvætt
Coombspróf. Þessar frumur hafa
aukið viðnám gegn síðari hemo-
lysu, sennilega vegna þess að þau
hindra stereometriskt, að agglut-
inin komist að.
I hemolytiskri anæmiu af völd-
um lyfja er um þrenns konar fyr-
irbæri að ræða (9).
1) Hapten — þar sem Ivfið er
lauslega bundið rauðu blóðkorn-
unum, eins og sést í hemolytiskri
anæmiu af völdum penicillins.
Mótefnið þar er 7s gamma-globu-
lin (IgG).
2) „Innocent bystander" —
mörg ólík lyf geta valdið skemmd
á rauðum blóðkornum, blóðflög-
um og hvítum blóðkornum vegna
svipaðs immune fyrirbrigðis. Lyf,
sem geta valdið þessu. eru stibonh-
en, quinidine og quinine, sedor-
mid og fleiri. Myndast Ivfia-
(mótefnavaki) -mótefnasamband í
blóðrásinni, sem hefur leitni til
viðkomandi frumna og aktiverar
complement á frumuhimnunni og
veldur annaðhvort leysingu eða
bví, að fruman þekst complementi.
Eftir frumuleysingu losnar sam-
bandið og getur bundizt við og
evðilagt fleiri frumur. Hafa mót-
efnin gegn quinine verið ákvörðuð
nánar, og eru bau macroglobulin
(IgM)
3) í hemolvtiskri anæmiu af
völdum alfa-methyl dopa er um að
ræða mótefnavaka í rauðum blóð-
kornum sjúklingsins, og er direct
Coombspróf jákvætt, en anti-C’
Coombspróf neikvætt, svo að
complement hefur ekkert með
þessa reaction að gera.
Serum complement getur verið
lækkað í áðurnefndum hemolytisk-
um anæmium. Virðast tvenns kon-
ar ástæður fyrir því. Þegar
,,warm“ eða ,,cold“ hemolysin eru
til staðar, er complement notað
hraðar en það myndast. Getur það
verndað sjúkling, þar sem rás
sjúkdómsins hlýtur að stöðvast,
þegar ei er meira complement til
staðar.
Stundum sést, að complement er
lágt án þess að hemolysis að
nokkru ráði eigi sér stað, en
complement er þá notað í öðrum
mótefnaviðbrögðum, eins og á sér
stað í LED.
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkur atriði í sambandi við
complement og complementrann-
sóknir. Er auðséð, að mikið er unn-
ið á þessu sviði og margt að læra.
Frá gamalli tíð þekkjum við hag-
nýta þýðingu þeirra við comple-
mentbindingspróf, sem Bordet og
Gengou urðu fyrstir til að lýsa
fyrir nær 70 árum.
HELZTXJ HEIMILDARIT:
1. Austen, K. F., New England J. Med.
276, 1363, 1967.
2. Muller-Eberhard, Immunology Vol.
1968.
3. Ward et al„ J. Exp. Med. 121, 215,
1965.
4. Boros et al., Nature, 202, 251, 1964.
5. Dixon F. J., IVth and Vlth — Inter-
national Symposium in Immuno-
pathology 1965 og 1967.
6. Koffler et al., J. Exp. Med. 126, 607,
1967.
7. Lambet et al., Ibid. 127, 507, 1968.
8. Mollison P. L., Brit. J. Hemat. 11,
461, 1965.
9. Croft, J. D. Jr. et al., Annals of Int.
Med. 68, 176, 1968.