Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 61
LÆKNANEMINN
53
hitnar mjög’ mikið, ef það verður
fyrir míkróbylgjum, vegna vökva-
magns síns og þess, hve illa það
leiðir hita til umhverfisins, og þess
vegna verður að forðast, að augað
verði fyrir geislun. Kirtilvefur
eistna getur eyðilagzt við míkró-
bylgjugeislun. Börn verður að með-
höndla með varúð, þar eð hita-
temprun þeirra er léleg. Fyrir utan
það ofannefnda gildir það sama og
fyrir stuttbylgjur. Illkynja æxli,
bráð bólga, blæðingatilhneiging,
þungun, grunnlægir málmhlutir og
minnkað húðskyn, allt bannar
þetta notkun míkróbylgja.
HLJÓÐilYLG JIJK
Hljóðbylgjur, sem notaðar eru
til meðferðar, hafa tíðni um 800 -
1000 kHz. Stundum eru notaðar
hljóðbylgjur, sem hafa tíðni allt
að 3000 kHz. Hljóðbylgjur hafa
mekanisk áhrif á vefina og hita
þá upp. Þegar hljóðbylgjum er
hleypt gegnum efni, hreyfast agn-
ir þess fram og til baka, og á sama
hátt eykst og minnkar þrýsting-
urinn, sem með venjulegum styrk-
leika nemur 1-4 loftþyngdum.
Fjarlægðin milli mesta og minnsta
þéttleika er u.þ.b. 1 mm. Ef styrk-
leikinn er mjög mikill, myndast
holrúm við minnsta þrýstinginn,
og kallast það fyrirbrigði „kavita-
tion“. Hinn mekaniski kraftur
hljóðbylgjanna ummyndast smám
saman í hita.
Mekanisku áhrifin á vefina valda
depolariseringu stórra sameinda
og leysingu rauðra blóðkorna, og
dýratilraunir hafa sýnt, að með
meiri styrk er hægt að framkalla
æðabresti í lífhimnunni. Önnur
áhrif, sem ef til vill orsakast aðal-
lega af hitaaukningunni í vefjun-
um, eru minnkaður þéttleiki
frumuhimnanna, aukin blóðsókn,
bjúgur og breytingar á frumum,
sem geta orðið allt að því drep. Ef
bein verða fyrir stöðugum áhrif-
um hljóðbylgja, geta þau brotnað.
Það er þó engin hætta á, að slíkt
komi fyrir við venjulegan skammt,
og þegar hljóðbylgjuhöfuðið er á
stöðugri hreyfingu yfir líkams-
hlutanum, sem meðhöndlaður er.
Taugavefur er mjög næmur fyr-
ir hljóðbylgjum. Leiðsluhæfni
tauga minnkar við fremur lítinn
styrk og hverfur alveg við mikinn.
Viðbragðstími eykst og „aktions-
potentialið“ minnkar. Við mikil
áhrif frá hljóðbylgjum getur
taugavefur eyðilagzt.
Það liggur því í augum uppi, að
gæta verður mikillar varkárni við
val á styrk og meðferðartíma við
notkun hljóðbylgja til lækninga.
Yfirleitt eru ekki gefnar nema 15 -
20 meðferðir í röð, og a.m.k. 3
mánuðir verða að líða á milli, ef
endurtaka þarf meðferðina. Hæma-
tom eyðast fljótt við hljóðbylgju-
meðferð, ef notaður er venjulegur
styrkleiki (2-3 watt/cm2).
Hljóðbylgjur geta hitað vefi
líkamans töluvert upp. Djúp áhrif
og hitamyndun í einstökum vefj-
um eru háð tegund vefjarins og
þeirri tíðni, sem hljóðbylgjurnar
hafa. Því hærri tíðni, þeim mun
grynnri áhrif. Við 1000 kHz, sem
er sú tíðni, sem venjulega er not-
uð, er penetrationsdýptin fyrir
fituvef um 9 cm og 3 cm fyrir
vöðvavef (penetrationsdýpt er sú
dýpt, þar sem styrkurinn hefur
minnkað niður í y3 af yfirborðs-
styrknum). Af þessu leiðir, að