Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 18
1S LÆKNANEMINN Frá ritstjórn Með þessu tölublaði lýkur störfum fráfarandi ritstjórnar, sem óskar eftirmönnum. sínum velfarnaðar í starfi og blaðinu vaxandi gengis á komandi árum. Hún þakkar einnig læknum og öðrum, sem látið hafa í té greinar og annað efni eða sýnt blaðinu velvild á annan hátt. Einnig er vert að þakka þær viðtökur, sem ljósprentun Læknanemans hefur fengið, og hvetja alla þá, sem enn hafa ekki tryggt sér eintak, að gera það sem fyrst. Birgðir minnka stöðugt, og óvíst er, hve lengi reynist unnt að halda verðinu eins lágu og verið hefur, þar eð útgáfan á við fjárhagserfiðleika að stríða. # Það hlýtur að vera kappsmál læknadeildar að útskrifa sem hæf- asta lækna og bæta þannig læknisþjónustu í landinu, og árangursrík- asta leiðin til þess er að bæta. kennsluna við deildina, sem löngu er tímabært. Ný reglugerð fyrir deildina er nú mótuð og horfir til mikilla framfara, en breytingarnar verða kostnaðarsamar, og enn er því mið- ur óvíst, hvenær þær koma til framkvæmda. Vinna verður að þvi með oddi og egg, að það verði sem fyrst, en þar til það tekst, má gera án verulegs tilkostnaðar ýmsar lagfæringar á kennslunni í samræmi við hina nýju reglugerð. T. d. þyrfti að taka upp markvissa og skipulagða kennslu á kúrs- usum með daglegum fyrirlestrum, samræðutímum eða skoðunartímum lækna og stúdenta. Læknar hverrar deildar gætu skipt þessum tímum með sér, og hver læknir t.d. eytt 2—3 klst. í hverri viku með stúdent- um. Vísir að slíku starfi er við fáeinar deildir, t. d. má þar nefna Barna- spítala Hringsins, en allar deildir ættu að gera sér fasta kennslu- dagskrá. Einnig skortir tilfinnanlega samræmingu kennslunnar, og eru þess dæmi, að kennarar, sem kenna skyldar eða sömu greinar, viti næsta lítið um, hvaða atriðum samkennarar þeirra gera skil, og er því hætt við, að sum atriði séu margkennd en öðrum minna sinnt. Ekki þarf annað en nokkra samvinnu þessara ágætu manna til að bæta töluvert úr þessu. Á fyrsta árinu mætti leggja niður kennslu í vefjafræði, en taka í staðinn upp kennslu í stoð- og hreyfingarkerfi, og svo mætti lengi telja. Vigfús Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.