Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 56
50
LÆKNANEMINN
MARÍA RAGNARSDÓTTIR, sjúkraþjálfari:
Um hita- og kuldameðferð
HITA MEÐFERÐ
STUTTBYLGJUR
Stuttbylgjur eru hátíðnistraum-
ur, sem skiptir svo oft um stefnu
(10 -100 millj. rið á sek., eða 30 -
3 m bylgjulengd), að hinir tiltölu-
lega þrmgu frumeindakjamar ná
ekki að hreyfast. Þar af leiðir, að
jónar og sameindir flytjast ekki
úr stað. Aftur á móti verða raf-
eindirnar auðveldlega fyrir áhrif-
um af hinum sískiptandi raf-
straumi frá rafskautunum, þannig
að þær hreyfast eftir sporbaugi í
stað hringlaga brautar. Sporbraut
rafeindanna dregst að jákvæða
skautinu, þannig að kjarninn er í
þeim enda brautarinnar, sem að
neikvæða skautinu snýr. í næstu
andrá, þegar neikvæða skautið
verður jákvætt, færist rafeinda-
brautin nær því. Þessar breytingar
á brautum rafeindanna eiga sér
stað jafn títt og straumurinn skipt-
ir lun stefnu og era ástæðan fyrir
upphitun vefjanna.
Breytingamar, sem verða í lík-
amanum við stuttbylgjumeðferð,
eru þær sömu og í einangrunarlag-
inu í þéttinum. 1 honum eru raf-
eindabrautirnar einnig sporöskju-
laga með stefnu að jákvæðu þétti-
plötunni. I stuttbylgjumeðferð
svara rafskautin til þéttiplatanna,
og sá líkamshluti sjúklingsins, sem
á milli rafskautanna er, svarar til
einangrunarlagsins í þéttinum.
Þannig er þéttisvið á milli raf-
skauta stuttbylgjutækisins, og það
er þetta, sem framkallar áhrifin í
vefjuniun. Það, sem einkennir
þéttisviðið, er, að það fer jafnt
gegnum alla vefi og áhrifa þess
gætir alls staðar, einnig inni í
frumunum, og styrkleikinn minnk-
ar ekki við að fara gegnum húðina
eða aðra vefi.
Áhrif hátíðnistraums
Áhrif hátíðnistraums á vefina
era eingöngu hitamyndun. Það er
undir ýmsu komið, hve háu hita-
stigi hægt er að ná í djúpum vefj-
um, t.d. rafspennunni, þykkt efri
laganna, hitaleiðni húðarinnar,
blóðstreymi um vefina, og auk þess
skiptir leiðni vefjanna og bylgju-
lengdin, sem notuð er, máli. Ef 11
m bylgjulengd er notuð, hitnar
fituvefur meira en vöðvavefur og
líffæri, en með styttri bylgjulengd
(t.d. 12 cm, eins og í míkróbylgj-
um) er hægt að hita sérstaklega
vöðva og líffæri.
Hitaaukningin í vef junum hefur
ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar
í för með sér, bæði staðbundnar og
almennar: Æðarnar víkka, blóð-
streymi og sogæðavökvi eykst. Við
tilraunir hefur sézt háræðaútvíkk-
un, sem hélzt í 4 klst. eftir stutt-
bylgjumeðferð, sem orsakast ef til
vill af minnkuðum sympatíkus-
tónus. Þéttleiki frumuhimnanna og
háræðaveggjanna minnkar og þar
með efnaskipti milli blóðs og vef ja.