Læknaneminn - 01.09.1969, Page 30

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 30
30 LÆKNANEMINN .kemotaxis fyrir hvít blóðkorn. Við tilraunir með Arthus fenomen, serum sjúkdóm og nephrotoxiskan nephrit höfum við lært heilmikið um kemotaxis í immune reaktion- um. Complement finnst í vefja- skemmdunum í bessum sjúkdóm- um. Ward og Cochrane (3) fundu, að væru hindruð áhrif complements í marsvínum, settist complement ekki lengur í æðavegg- ina, eins og áður hafði sézt með fluorecent mótefnum — og þótt bæði mótefni og mótefnavakar væru til staðar, drógust hvítu blóðkornin ekki lengur að mótefni + mótefnavaka, þar sem þau sátu í æðaveggnum. í tilraunum in vivo, þar sem dýrin voru svipt hvítum blóðkornum, átti sér ekki stað nein skemmd, þótt complement- mótefnavaka + mótefnasamband væri til staðar jafnt og áður. Er það C’5’6’7 sambandið, sem eftir aktiveringu með C’4’2’3 er kemo- taktiski þátturinn. Það aktiverar proteasa í frumuhimnunni, cat- hepsin E og F í granulocyta sub- stance og aðra permeability þætti, eins og „slow reacting substance“, sem valda breytingum í glomerul- um í nephrotoxiskum nephrit, leysa upp elastisku laminuna í arteritis í serum sjúkdómi og venuluvegginn í Arthus fenomen. Komið hefur í ljós, að næsti þátt- ur, C’8, dregur úr verkunum kemo- taktiska þáttarins. Síðasta stigið er svo binding C’8 og C’9 og leiðir hún til frumuleys- ingar, sem sést sem hemolysis, þegar um rauð blóðkorn er að ræða. f rafeindasmásjá má greina holur í frumuhimnunni (4). Hum- an complement gerir holur, sem eru að meðaltali 103 A í þvermál. marsvína-complement gerir smærri holur, en þær eru af sömu stærð, hvort sem um er að ræða rauð blóðkorn, æxlisfrumur eða bakteríur. Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir því, sem vitað er um áhrif complements í vissum sjúkdóm- um, eins og nephritis, þar sem það hefur verið rannsakað töluvert, og hlutverki þess í hemolytiskum anæmium. Complement í nephritis. Að minnsta kosti tvenns konar fyrirbrigði virðast geta verið að verki í glomerulonephritis af völd- um immune reaktiona. Hefur þetta verið mikið rannsakað af Dixon (5). I fyrsta lagi nephritis, þar sem mótefni bindast mótefnavaka, sem er annaðhvort fast bundinn GBM (glomerular basal membran) eða er hluti hennar. Fyrirmyndin hér er nephrotoxiskur nephritis. Mótefni myndast í f jölda tilrauna- dýra, þegar þeim er gefið hetero- log nýrnaextrakt. Þegar þessum mótefnum er svo sprautað aftur í dýr sömu tegundar og extraktið kom frá, bindast þau GBM. Mót- efnavakinn er glycoprotein í GBM og er um 20% af þyngd hennar. Raða mótefnin sér inn í háræðarn- ar meðfram GBM. Þetta gerir frumuna næma fyrir complementi og C’4’2’3 binzt receptorum á GBM (sjá mynd 7). C’3 hefur áhrif á C’5’6’7, sem verður að kemotaktiskum þætti, sem dregur að segmenteruð hvít blóðkorn. Þau ryðja frá endotheli æðaveggjarins og bindast GBM, þar sem þau gefa frá sér efnakljúfa, sem brjóta niður GBM, og er hægt að finna brot úr henni í þvagi. Hefur þess konar nephrit verið framkallaður í mörgum tilraunadýrum, og virð- ist áþekkt fyrirbrigði eiga sér stað í Goodpasture’s syndrome og sumum tegundum af glomeru-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.