Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN
•H
EINAR LÖVDAHL, læknir:
Um Ethiopiu
Erindi þetta var flutt á læknafundi L
Landspítalanum vorið 1968. Höfundui
hefur vinsamlega leyft birtingu þess f
Læknanemanum, þar eð það á, að áliti
ritstjórnar, erindi til margra fleiri en
fundinn sátu. Nauðsynlegt reyndist því
miður að fella, niður margar myndir,
sem sýndar voru við upphaflegan flutn-
ing þess.
Sumarið 1967 kom ég heim eftir
að hafa unnið um tæpra tveggja
ára skeið að læknisstörfum í
Ethiopiu eða nánar tiltekið við
sænsk-ethiopiskt barnasjúkra-
hús í höfuðborginni, Addis Ababa,
en þangað fór ég ásamt f jölskyldu
minni á vegum sænsku þróunar-
hjálparinnar. Hefi ég lofað að
segja frá dvöl minni þarna. Af
mörgu er að taka, en ég skal reyna
að stikla á stóru.
Sænska þróunarhjálpin (SIDA)
er sérstök ríkisstofnun, er heyrir
undir sænska utanríkis- og fjár-
málaráðun. Hún hefur aðsetur sitt
í Stokkhólmi og hefir á að skipa
um 200 manna starfsliði, er starf-
ar að skipulagningu og ýmsu öðru
viðvíkjandi þróunarhjálp Svía, er
vörðu á s.l, ári (1967) um 0,3%
af þjóðartekjum sínum til þróun-
arlandanna. Svíar stefna að því að
verja 1% þjóðartekna sinna til
uppbyggingarstarfsemi í þessum
löndum. Meðal annars er unnið að
uppbyggingu og eflingu heilbrigð-
ismála á þeirra vegum í ýmsum
þróunarlöndum heims, þ.á.m.
nokkrum Afríkuríkjum.
Ethiopia er eitt þeirra landa, er
nýtur hvað mestrar aðstoðar
sænsku þróunarhjálparinnar, en
frændur okkar Svíar hafa starfað
að ýmsum mannúðarmálum í þessu
Afríkuríki um 100 ára skeið. Árið
1966 varði sænska ríkið um 20
millj. sænskra króna til uppbygg-
ingarstarfsemi í Ethiopiu, þar af
var varið um 6 millj. til heil-
brigðismála.
Hinar frændþjóðir okkar á
Norðurlöndum starfa og að mann-
úðarmálum víðs vegar um hinn
vanþróaða heim. Þannig hefir
norska ríkið nýlega látið reisa all-
stórt og vel útbúið sjúkrahús í
einu af hinum syðri héruðum
Ethiopiu. Mér er kunnugt um, að
frændur okkar Danir starfrækja
kennslumiðstöð á sviði heilbrigð-
ismála nálægt Leopoldville í
Kongo. í Suður-Kóreu hafa Svíar,
Norðmenn og Danir rekið sameig-
inlega stóran og mjög vel útbúinn
kennsluspítala um nokkurt árabil,
og nýlega hafa Svíar, Norðmenn,
Danir og Finnar komið á fót starf-
semi á sviði heilbrigðismála í
Tanzaníu í Afríku, í námunda við
höfuðborgina Dar es Salaam.
í Ethiopiu starfa nú um 400
Norðmenn, svipaður hópur Svía,
um 30 Danir og nokkrir Finnar að