Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 43
LÆKNANEMINN •H EINAR LÖVDAHL, læknir: Um Ethiopiu Erindi þetta var flutt á læknafundi L Landspítalanum vorið 1968. Höfundui hefur vinsamlega leyft birtingu þess f Læknanemanum, þar eð það á, að áliti ritstjórnar, erindi til margra fleiri en fundinn sátu. Nauðsynlegt reyndist því miður að fella, niður margar myndir, sem sýndar voru við upphaflegan flutn- ing þess. Sumarið 1967 kom ég heim eftir að hafa unnið um tæpra tveggja ára skeið að læknisstörfum í Ethiopiu eða nánar tiltekið við sænsk-ethiopiskt barnasjúkra- hús í höfuðborginni, Addis Ababa, en þangað fór ég ásamt f jölskyldu minni á vegum sænsku þróunar- hjálparinnar. Hefi ég lofað að segja frá dvöl minni þarna. Af mörgu er að taka, en ég skal reyna að stikla á stóru. Sænska þróunarhjálpin (SIDA) er sérstök ríkisstofnun, er heyrir undir sænska utanríkis- og fjár- málaráðun. Hún hefur aðsetur sitt í Stokkhólmi og hefir á að skipa um 200 manna starfsliði, er starf- ar að skipulagningu og ýmsu öðru viðvíkjandi þróunarhjálp Svía, er vörðu á s.l, ári (1967) um 0,3% af þjóðartekjum sínum til þróun- arlandanna. Svíar stefna að því að verja 1% þjóðartekna sinna til uppbyggingarstarfsemi í þessum löndum. Meðal annars er unnið að uppbyggingu og eflingu heilbrigð- ismála á þeirra vegum í ýmsum þróunarlöndum heims, þ.á.m. nokkrum Afríkuríkjum. Ethiopia er eitt þeirra landa, er nýtur hvað mestrar aðstoðar sænsku þróunarhjálparinnar, en frændur okkar Svíar hafa starfað að ýmsum mannúðarmálum í þessu Afríkuríki um 100 ára skeið. Árið 1966 varði sænska ríkið um 20 millj. sænskra króna til uppbygg- ingarstarfsemi í Ethiopiu, þar af var varið um 6 millj. til heil- brigðismála. Hinar frændþjóðir okkar á Norðurlöndum starfa og að mann- úðarmálum víðs vegar um hinn vanþróaða heim. Þannig hefir norska ríkið nýlega látið reisa all- stórt og vel útbúið sjúkrahús í einu af hinum syðri héruðum Ethiopiu. Mér er kunnugt um, að frændur okkar Danir starfrækja kennslumiðstöð á sviði heilbrigð- ismála nálægt Leopoldville í Kongo. í Suður-Kóreu hafa Svíar, Norðmenn og Danir rekið sameig- inlega stóran og mjög vel útbúinn kennsluspítala um nokkurt árabil, og nýlega hafa Svíar, Norðmenn, Danir og Finnar komið á fót starf- semi á sviði heilbrigðismála í Tanzaníu í Afríku, í námunda við höfuðborgina Dar es Salaam. í Ethiopiu starfa nú um 400 Norðmenn, svipaður hópur Svía, um 30 Danir og nokkrir Finnar að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.