Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 14
H LÆKNANEMINN sennilega hafa skipt mestu máli til þess að auka innlagningafjöldann og þar með nýtingu spítalans. Ár- ið 1955 störfuðu ekki nema 3 lækn- ar við spítalann, en nú eru hér 10 læknar í fullu starfi og vantar þó mikið á, að öllum verkefnum sé sinnt sem skyldi. Á geðdeild Borgarspítalans, sem hefur 31 rúm, starfa 4J/o læknir, en þeir munu einnig annast ráðgjafaþjón- ustu fyrir Borgarspítalann að öðru leyti. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að Hvítabandsspítalinn gamli verði tekinn í notkun sem hluti af geðdeild Borgarspítalans. Auk spítalaþjónustunnar, sem geðsjúklingum er veitt, eru eins og áður segir 3 sérfræðingar í fullu starfi utan sjúkrahúsanna, sem annast meðferð geðsjúklinga, sem ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Þeir eru allir mjög störfum hlaðnir, svo að sjúklingar þurfa oft lengi að bíða til þess að kom- ast að hjá þeim til meðferðar. Þeir búa að ýmsu leyti við tiltölulega mun lakari kjör en ýmsir aðrir læknar, hvað snertir samninga við sjúkrasamlögin. Þeir verða að starfa samkvæmt heildarsamning- um, sem Læknafélag Reykjavíkur gerir við Sjúkrasamlag Reykjavík- ur og Tryggingastofnun ríkisins og eru miðaðir við ákveðið gjald fyrir hvert einstakt viðtal, sem er jafnhátt, hvort heldur sem í hlut á lyflæknir eða geðlæknir. Þar eð viðtöl hjá geðlæknum eru flest miklu tímafrekari en viðtöl hjá lyflæknum, er augljóst, að nokkur hætta er á, að geðlæknar beri hlutfallslega skarðan hlut frá borði. Ennfremur hafa geðlækn- arnir ekki nein tæki til að rann- saka sjúklinga sína með, svarandi til hjartalínurits og þess háttar, sem lyflæknarnir hafa og greitt er hlutfallslega mikið fyrir. Þá verða geðlæknarnir og að sæta því, að sjúkrasamlögin greiða ekki fyrir langvarandi sállækn- ingu, psykoterapi, heldur verða sjúklingarnir sjálfir að greiða hana að fullu. Er þetta mjög und- arlegt, þar sem öllum öðrum lækn- um er selt sjálfdæmi um, hvaða lækningameðferð þeir beita. Von- andi stendur þetta til bóta á næst- unni hvort tveggja, að tekið verði tillit til, hversu langan tíma psykiatrisk viðtöl taka, og að sjúkrasamlögin fari að greiða fyr- ir psykoterapi. Þetta verður von- andi komið í kring, áður en þau ykkar, sem hér eru viðstödd og eigið eftir að verða geðlæknar, byrjið að stunda lækningar sjálf- stætt. Framtíðarhorfur. Með þeim mannafla og sjúkra- húsakosti, sem nú er fyrir hendi, er óhugsandi, að hægt sé að full- nægja eftirspurninni eftir geð- læknisþjónustu um fyrirsjáanlega framtíð. Þörf er fyrir stóraukinn fjölda geðlækna til starfa við sjúkrahúsin og til starfa utan þeirra til þess að veita þeim, sem ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda, þjónustu. Þá vantar og geð- lækna til félagsmálaþjónustu og til skipulagningar innan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu, að ógleymdum þeim, sem þarf til þess að sinna rannsóknum og kennslu. Við Kleppsspítalann einan þyrfti a. m. k. 10 lækna til viðbótar. í framtíðinni ber tvímælalaust að stefna að því, að lagðir verði nið- ur einangraðir geðspítalar, eins og enn tíðkast, en í þeirra stað verði byggðar upp geðdeildir, sem veitt geti alhliða geðlæknisþjónustu í nánum tengslum við almennu sjúkrahúsin. Þá liggur fyrst fyr- ir, að komið verði upp geðdeild við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.