Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Side 14

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 14
H LÆKNANEMINN sennilega hafa skipt mestu máli til þess að auka innlagningafjöldann og þar með nýtingu spítalans. Ár- ið 1955 störfuðu ekki nema 3 lækn- ar við spítalann, en nú eru hér 10 læknar í fullu starfi og vantar þó mikið á, að öllum verkefnum sé sinnt sem skyldi. Á geðdeild Borgarspítalans, sem hefur 31 rúm, starfa 4J/o læknir, en þeir munu einnig annast ráðgjafaþjón- ustu fyrir Borgarspítalann að öðru leyti. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að Hvítabandsspítalinn gamli verði tekinn í notkun sem hluti af geðdeild Borgarspítalans. Auk spítalaþjónustunnar, sem geðsjúklingum er veitt, eru eins og áður segir 3 sérfræðingar í fullu starfi utan sjúkrahúsanna, sem annast meðferð geðsjúklinga, sem ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Þeir eru allir mjög störfum hlaðnir, svo að sjúklingar þurfa oft lengi að bíða til þess að kom- ast að hjá þeim til meðferðar. Þeir búa að ýmsu leyti við tiltölulega mun lakari kjör en ýmsir aðrir læknar, hvað snertir samninga við sjúkrasamlögin. Þeir verða að starfa samkvæmt heildarsamning- um, sem Læknafélag Reykjavíkur gerir við Sjúkrasamlag Reykjavík- ur og Tryggingastofnun ríkisins og eru miðaðir við ákveðið gjald fyrir hvert einstakt viðtal, sem er jafnhátt, hvort heldur sem í hlut á lyflæknir eða geðlæknir. Þar eð viðtöl hjá geðlæknum eru flest miklu tímafrekari en viðtöl hjá lyflæknum, er augljóst, að nokkur hætta er á, að geðlæknar beri hlutfallslega skarðan hlut frá borði. Ennfremur hafa geðlækn- arnir ekki nein tæki til að rann- saka sjúklinga sína með, svarandi til hjartalínurits og þess háttar, sem lyflæknarnir hafa og greitt er hlutfallslega mikið fyrir. Þá verða geðlæknarnir og að sæta því, að sjúkrasamlögin greiða ekki fyrir langvarandi sállækn- ingu, psykoterapi, heldur verða sjúklingarnir sjálfir að greiða hana að fullu. Er þetta mjög und- arlegt, þar sem öllum öðrum lækn- um er selt sjálfdæmi um, hvaða lækningameðferð þeir beita. Von- andi stendur þetta til bóta á næst- unni hvort tveggja, að tekið verði tillit til, hversu langan tíma psykiatrisk viðtöl taka, og að sjúkrasamlögin fari að greiða fyr- ir psykoterapi. Þetta verður von- andi komið í kring, áður en þau ykkar, sem hér eru viðstödd og eigið eftir að verða geðlæknar, byrjið að stunda lækningar sjálf- stætt. Framtíðarhorfur. Með þeim mannafla og sjúkra- húsakosti, sem nú er fyrir hendi, er óhugsandi, að hægt sé að full- nægja eftirspurninni eftir geð- læknisþjónustu um fyrirsjáanlega framtíð. Þörf er fyrir stóraukinn fjölda geðlækna til starfa við sjúkrahúsin og til starfa utan þeirra til þess að veita þeim, sem ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda, þjónustu. Þá vantar og geð- lækna til félagsmálaþjónustu og til skipulagningar innan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu, að ógleymdum þeim, sem þarf til þess að sinna rannsóknum og kennslu. Við Kleppsspítalann einan þyrfti a. m. k. 10 lækna til viðbótar. í framtíðinni ber tvímælalaust að stefna að því, að lagðir verði nið- ur einangraðir geðspítalar, eins og enn tíðkast, en í þeirra stað verði byggðar upp geðdeildir, sem veitt geti alhliða geðlæknisþjónustu í nánum tengslum við almennu sjúkrahúsin. Þá liggur fyrst fyr- ir, að komið verði upp geðdeild við

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.