Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 60
52
LÆKNANEMINN
8) Æðasjúkdómar, t.d. Buergers
sjúkdómur.
9) Málmur í meðferðarsvæðinu
(t.d. naglar í osteosynthesum
og arthroplastik), þar eð
málmurinn hitnar svo mikið,
að vefir í kring geta brunnið.
10) Sérstakrar varúðar verður að
gæta við hitameðferð á sykur-
sjúkum, vegna þsss að vefir
þeirra hafa lélegan mótstöðu-
kraft gegn t.d. bruna, og
vegna þess að þessir sjúkling-
ar hafa oft taugabólgur og
minnkað húðskyn. Einnig er
varasamt að gefa sjúklingi
með lungnaberkla, lifrar- og
nýrnasjúkdóma stuttbylgjur
vegna þeirra krafa, sem slík
meðferð gerir til blóðrásar og
lungna.
IUÍKRÓBYLGJIJR
Míkróbylgjur eru rafsegulbylgj-
ur með bylgjulengd innan 1 m. Al-
gengasta bylgjulengdin er 12,5 cm,
sem svarar nokkurn veginn til 2400
mHz tíðni. Bylgjurnar eru sendar
út í rúmið með eins konar loftneti
og safnað saman með endurvörp-
urum. Þannig er hægt að mynda
geislasvið með meiri styrkleika yzt
eða í miðju eftir því, hvað við á í
hvert skipti. Við míkróbylgjumeð-
ferð verða vefirnir því fyrir geisl-
un, en ekki „rafstraumi" eins og
við stuttbylgjumeðferð.
Þegar míkróbylgjur smjúga inn
í líkamann, breytast þær í hita.
Eins og aðrar rafsegulbylgjur, t.d.
sólarljósið, fara míkróbylgjur
gegnum vefina og stöðvast af þeim,
um leið og þær gefa frá sér orku.
Geislamagnið, sem vefirnir drekka
í sig, er háð vef jartegundunum og
bylgjulengdinni, sem notuð er.
Venjulega ná geislarnir niður á
u.þ.b. 6 cm dýpi. Þar sem tvær
vef jartegundir mætast, endurvarp-
ast viss hluti bylgjanna, og því
verða áhrifin sérlega mikil á milli
vef ja, einkum yfir fascíum og bein-
himnum.
Áhrif á líkamann
Míkróbylgjur hita vefina. Þær
komast mjög auðveldlega gegnum
yfirborð líkamans og auka hita-
stigið þar mjög mikið. Við tilraun-
ir hafa mælzt 50°C í undirhúð og
enn hærri hiti í vöðvum. Tilraunir
hafa einnig leitt í Ijós, að bruni
getur átt sér stað, þegar notaður
er styrkleiki, sem aðeins veldur til-
tölulega litlum húðroða. Míkró-
bylgjur hafa einkum áhrif á vöðva-
vef og valda mjög hraðri upphitun
(vanalegur meðferðartími 5 — 10
mín., en 15 - 20 mín. fyrir stutt-
bylgjur). Vegna þess, hve áhrif
míkróbylgja eru mikil, verður að
nota þær með mikilli varúð.
Indíkationir
Míkróbylgjur eru notaðar við
flestum sömu sjúkdómum og stutt-
bylgjur, en þó tekið tillit til þess,
að þær ná aðeins 6 cm niður í vef-
ina. Þær eru sérlega hentugar við
sjúkdómum, sem hafa talsverða
útbreiðslu, einkum við myosis.
Kontraindikationir
Beinvefur endurvarpar míkró-
bylgjum, og því verður vefur, sem
verður fyrir míkróbylgjum og ligg-
ur yfir beini, fyrir tvöföldum áhrif-
um. Meðferð er því ekki heppileg,
þar sem bein liggja grunnt. Augað