Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 60
52 LÆKNANEMINN 8) Æðasjúkdómar, t.d. Buergers sjúkdómur. 9) Málmur í meðferðarsvæðinu (t.d. naglar í osteosynthesum og arthroplastik), þar eð málmurinn hitnar svo mikið, að vefir í kring geta brunnið. 10) Sérstakrar varúðar verður að gæta við hitameðferð á sykur- sjúkum, vegna þsss að vefir þeirra hafa lélegan mótstöðu- kraft gegn t.d. bruna, og vegna þess að þessir sjúkling- ar hafa oft taugabólgur og minnkað húðskyn. Einnig er varasamt að gefa sjúklingi með lungnaberkla, lifrar- og nýrnasjúkdóma stuttbylgjur vegna þeirra krafa, sem slík meðferð gerir til blóðrásar og lungna. IUÍKRÓBYLGJIJR Míkróbylgjur eru rafsegulbylgj- ur með bylgjulengd innan 1 m. Al- gengasta bylgjulengdin er 12,5 cm, sem svarar nokkurn veginn til 2400 mHz tíðni. Bylgjurnar eru sendar út í rúmið með eins konar loftneti og safnað saman með endurvörp- urum. Þannig er hægt að mynda geislasvið með meiri styrkleika yzt eða í miðju eftir því, hvað við á í hvert skipti. Við míkróbylgjumeð- ferð verða vefirnir því fyrir geisl- un, en ekki „rafstraumi" eins og við stuttbylgjumeðferð. Þegar míkróbylgjur smjúga inn í líkamann, breytast þær í hita. Eins og aðrar rafsegulbylgjur, t.d. sólarljósið, fara míkróbylgjur gegnum vefina og stöðvast af þeim, um leið og þær gefa frá sér orku. Geislamagnið, sem vefirnir drekka í sig, er háð vef jartegundunum og bylgjulengdinni, sem notuð er. Venjulega ná geislarnir niður á u.þ.b. 6 cm dýpi. Þar sem tvær vef jartegundir mætast, endurvarp- ast viss hluti bylgjanna, og því verða áhrifin sérlega mikil á milli vef ja, einkum yfir fascíum og bein- himnum. Áhrif á líkamann Míkróbylgjur hita vefina. Þær komast mjög auðveldlega gegnum yfirborð líkamans og auka hita- stigið þar mjög mikið. Við tilraun- ir hafa mælzt 50°C í undirhúð og enn hærri hiti í vöðvum. Tilraunir hafa einnig leitt í Ijós, að bruni getur átt sér stað, þegar notaður er styrkleiki, sem aðeins veldur til- tölulega litlum húðroða. Míkró- bylgjur hafa einkum áhrif á vöðva- vef og valda mjög hraðri upphitun (vanalegur meðferðartími 5 — 10 mín., en 15 - 20 mín. fyrir stutt- bylgjur). Vegna þess, hve áhrif míkróbylgja eru mikil, verður að nota þær með mikilli varúð. Indíkationir Míkróbylgjur eru notaðar við flestum sömu sjúkdómum og stutt- bylgjur, en þó tekið tillit til þess, að þær ná aðeins 6 cm niður í vef- ina. Þær eru sérlega hentugar við sjúkdómum, sem hafa talsverða útbreiðslu, einkum við myosis. Kontraindikationir Beinvefur endurvarpar míkró- bylgjum, og því verður vefur, sem verður fyrir míkróbylgjum og ligg- ur yfir beini, fyrir tvöföldum áhrif- um. Meðferð er því ekki heppileg, þar sem bein liggja grunnt. Augað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.