Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN
S 7
nokkurn veginn jafnmikið í
beini og holdi, sem veldur nokk-
uð sömu geislaáhrifum í hvoru
tveggja. Orkutap lágorkugeisl-
unar er aftur á móti mjög mis-
munandi eftir því, hvort um er
að ræða bein eða hold. Geisla-
skammtur verður þá miklu
meiri í beininu, sem getur
orðið til óþæginda við geisla-
meðferð.
4. Háorkugeislun er miklu betur
afmörkuð heldur en lágorku-
geislun, sem veldur því, að
heilbrigður vefur fær ekki eins
mikla geislun og ella.
Ef borin eru saman kóbalttæki
og línuhraðari, sem bæði fram-
leiða háorkugeislun með samsvar-
andi geislaorku, kemur eftirfar-
andi í ljós. Línuhraðari hefur tvo
aðalkosti fram yfir kóbalttæki.
Fókusstærð hans er minni, sem or-
sakar minni hliðargeislun og bet-
ur afmarkaðan geisla, og einnig
er geislamagn það, sem hann gef-
ur á tímaeiningu, meira. Fyrra
atriðið er ekki mikilvægt, þar sem
munurinn er mjög lítill, en seinna
atriðið er mikilvægt fyrir þá, sem
þurfa að geisla mikinn fjölda
sjúklinga daglega. Kóbalttæki hef-
ur eftirfarandi kosti fram yfir línu-
hraðara. Tækjabúnaður er miklu
einfaldari og tæknilegt viðhald og
eftirlit er miklu minna. Kóbalt-
tæki eru talsvert meðfærilegri,
sérstaklega í sambandi við snún-
ingsgeislun, vegna þess hve geisla-
hleðslan er lítil og ekki um neinar
stórvægilegar rafmagnstengingar
að ræða. Geislun er mjög jöfn, auð-
velt að reikna hana út, og lítilla
geislamælinga er þörf. Þrátt fyr-
ir það að skifta þarf um geisla-
hleðslu á nokkurra ára fresti, hef-
ur komið í ljós, að fá eða engin
geislunartæki er eins hagkvæmt að
reka og kóbalttæki.
Eins og áður er getið eru 18 ár
síðan fyrsta stóra kóbaltgeisla-
hleðslan var framleidd. Þessi
hleðsla og önnur síðar þetta sama
ár voru settar í tæki til klínískrar
notkunar. Var fyrsta tæki þessar-
ar tegundar tekið í notkun í októ-
ber 1951 í Canada. Síðan hefur
orðið mikil og hröð aukning á
notkim kóbalttækja um allan heim.
Eftirtektarvert er, hve aukningin
hefur verið jöfn eftir 1958, en síð-
an þá hafa bætzt við 160—170
tæki á ári hverju. Á miðju ári 1967
voru kóbalttækin orðin 1676 að
tölu. Til samanburðar má geta
þess, að heildarfjöldi háorku-
geislatækja mun hafa verið 2074
á sama tíma, dreifð á 1578 staði.
Reiknað hefur verið út, hve mörg
kóbalttæki eru á eina milljón íbúa
í hinum ýmsu löndum jarðar.
Kemur þá í ljós, að dreifingin er
mjög misjöfn. Er meðalfjöldi í
heiminum aðeins u. þ. b. y2 tæki
á eina milljón íbúa, þrátt fyrir
það, að fjöldinn sé meiri en 1
tæki á milljón íbúa í flestum
löndum Evrópu, einnig í Ástralíu,
Nýja-Sjálandi, Canada. Banda-
ríkjunum og mörgum löndum S.-
Ameríku, Hong-Kong, ísrael og
Japan. I Bandaríkjunum er fjöld-
inn 2,9 tæki á milljón íbúa, í
Canada 2,6, í Japan 3,3, í Frakk-
landi 2,3, í Luxemburg 3, í Svíþjóð
3,1 og Sviss 4, svo að nokkur af
þeim hæstu séu nefnd.
Helztu hlutar kóbalttækis eru
eftirfarandi:
1. Geislahleðslan. Hún er ýmist
kúlulaga eða staflaga, stærð
nokkrir cm, og er geisla-
virkni hennar mæld í Curie.
Nokkur þúsund Curie er algeng
stærð á geislahleðslum. Þrjú
þúsund Curie hleðsla. gefur
geislaskammt, sem er u. þ. b.
110 rad á mín. í 75 cm fjar-