Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.09.1969, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN S 7 nokkurn veginn jafnmikið í beini og holdi, sem veldur nokk- uð sömu geislaáhrifum í hvoru tveggja. Orkutap lágorkugeisl- unar er aftur á móti mjög mis- munandi eftir því, hvort um er að ræða bein eða hold. Geisla- skammtur verður þá miklu meiri í beininu, sem getur orðið til óþæginda við geisla- meðferð. 4. Háorkugeislun er miklu betur afmörkuð heldur en lágorku- geislun, sem veldur því, að heilbrigður vefur fær ekki eins mikla geislun og ella. Ef borin eru saman kóbalttæki og línuhraðari, sem bæði fram- leiða háorkugeislun með samsvar- andi geislaorku, kemur eftirfar- andi í ljós. Línuhraðari hefur tvo aðalkosti fram yfir kóbalttæki. Fókusstærð hans er minni, sem or- sakar minni hliðargeislun og bet- ur afmarkaðan geisla, og einnig er geislamagn það, sem hann gef- ur á tímaeiningu, meira. Fyrra atriðið er ekki mikilvægt, þar sem munurinn er mjög lítill, en seinna atriðið er mikilvægt fyrir þá, sem þurfa að geisla mikinn fjölda sjúklinga daglega. Kóbalttæki hef- ur eftirfarandi kosti fram yfir línu- hraðara. Tækjabúnaður er miklu einfaldari og tæknilegt viðhald og eftirlit er miklu minna. Kóbalt- tæki eru talsvert meðfærilegri, sérstaklega í sambandi við snún- ingsgeislun, vegna þess hve geisla- hleðslan er lítil og ekki um neinar stórvægilegar rafmagnstengingar að ræða. Geislun er mjög jöfn, auð- velt að reikna hana út, og lítilla geislamælinga er þörf. Þrátt fyr- ir það að skifta þarf um geisla- hleðslu á nokkurra ára fresti, hef- ur komið í ljós, að fá eða engin geislunartæki er eins hagkvæmt að reka og kóbalttæki. Eins og áður er getið eru 18 ár síðan fyrsta stóra kóbaltgeisla- hleðslan var framleidd. Þessi hleðsla og önnur síðar þetta sama ár voru settar í tæki til klínískrar notkunar. Var fyrsta tæki þessar- ar tegundar tekið í notkun í októ- ber 1951 í Canada. Síðan hefur orðið mikil og hröð aukning á notkim kóbalttækja um allan heim. Eftirtektarvert er, hve aukningin hefur verið jöfn eftir 1958, en síð- an þá hafa bætzt við 160—170 tæki á ári hverju. Á miðju ári 1967 voru kóbalttækin orðin 1676 að tölu. Til samanburðar má geta þess, að heildarfjöldi háorku- geislatækja mun hafa verið 2074 á sama tíma, dreifð á 1578 staði. Reiknað hefur verið út, hve mörg kóbalttæki eru á eina milljón íbúa í hinum ýmsu löndum jarðar. Kemur þá í ljós, að dreifingin er mjög misjöfn. Er meðalfjöldi í heiminum aðeins u. þ. b. y2 tæki á eina milljón íbúa, þrátt fyrir það, að fjöldinn sé meiri en 1 tæki á milljón íbúa í flestum löndum Evrópu, einnig í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Canada. Banda- ríkjunum og mörgum löndum S.- Ameríku, Hong-Kong, ísrael og Japan. I Bandaríkjunum er fjöld- inn 2,9 tæki á milljón íbúa, í Canada 2,6, í Japan 3,3, í Frakk- landi 2,3, í Luxemburg 3, í Svíþjóð 3,1 og Sviss 4, svo að nokkur af þeim hæstu séu nefnd. Helztu hlutar kóbalttækis eru eftirfarandi: 1. Geislahleðslan. Hún er ýmist kúlulaga eða staflaga, stærð nokkrir cm, og er geisla- virkni hennar mæld í Curie. Nokkur þúsund Curie er algeng stærð á geislahleðslum. Þrjú þúsund Curie hleðsla. gefur geislaskammt, sem er u. þ. b. 110 rad á mín. í 75 cm fjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.