Læknaneminn - 01.09.1969, Page 22

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 22
22 LÆKN ANEMINN stuttlega lýst prófun þessara vöðva. Styrkleika abdominal vöðva er bezt að prófa, er sjúklingur ligg- ur á bakinu með hnén dregin upp. Athuguð er staða naflans, er sjúklingur liggur, og síðan meðan sjúklingur reisir höfuð og herðar frá kodda. Færist naflinn niður á við, er um að ræða veiklun í efri hluta rectusvöðva, en færist nafl- inn hins vegar upp á við, er um að ræða veiklun í neðri hluta rectus- vöðva. Veiklun í m. obliquus abdominis er auðveldast að prófa, er sjúklingur liggur á bakinu með upphandlegg niður með síðunni, olnboga í 90° beygju og hnefann upp í loft. Sjúklingurinn er síðan látinn ýta hnefanum upp í loftið gegn mótstöðu skoðandans. Ef um lömun er að ræða í m. obliquus, færast neðstu rifin frá naflanum og að hinum prófaða handlegg. Við lömun í m.serratus anterior kemur fram svokölluð „winging“ á herðablaðinu, þ. e. afturbrún þess lyftist frá rifjahylkinu. Þetta má prófa með því að láta sjúkl- inginn standa með olnboga í 90° beygju og þrýsta síðan handleggn- um fram gegn mótstöðu. Oft má sjá mismun á vöðvamassa pector- alis vöðvanna, ef um lömun eða veiklun er að ræða annars vegar. Styrkleika má prófa með því að láta sjúklinginn færa handlegginn úr abduceraðri stöðu niður að síð- unni gegn mótstöðu. Séu ofangreind vöðvapróf nei- kvæð og finnist ekki aðrar lam- anir eða saga um mænuveiki, verð- ur að álíta, að um idiopathiska hryggskekkju sé að ræða, ef engin önnur orsök hefur fundizt. Gildir þetta einkum, ef upphaflega kúrf- an er thoracal kúrfa, convex til hægri, en slík kúrfa er langalgeng- ust við idiopathiskar hrygg- skekkjur. Roentgenmyndir hafa mikla þýðingu við rannsóknir og eftirlit sjúklinga með hryggskekkju. Nota þarf það stórar filmur, að unnt sé að sjá á sömu myndinni allan hrygginn, allt frá sacrum upp að efsta thoracal lið. Þýðingarmestu myndirnar eru ant.-post. myndir í standandi og liggjandi stöðu. Á standandi mynd sést hin raunveru- lega kúrfa, en á liggjandi mynd sést, hve mikið réttist úr kúrfunni við legu. Við upphaflegt mat sjúklinga með hryggskekkju, eink- rnn ef um er að ræða hryggskekkju á háu stigi, eru oft teknar fleiri myndir, halla- og sveigjumyndir auk hliðarmyndar. Þessar myndir hafa þó fyrst og fremst þýðingu, er meta skal, hversu mikillar rétt- ingar er að vænta við kírurgiska meðferð. Sé sjúklingur með væga hrygg- skekkju, og hafi því verið ákveðið að meðhöndla hann conservativt, þarf að fylgjast náið með honum, í það minnsta þar til vexti er að fullu lokið. Auk reglulegrar lækn- isskoðunar er oft stuðzt við roentgenmyndir, sem teknar eru öðru hvoru, oft á 6 mánaða fresti. Nægir þá standandi ant.-post. mynd, eða standandi og liggjandi mynd, eins og áður er lýst. Þar sem slíkt eftirlit gæti fallið í hlut hvers læknis, einkum í héraði, þykir rétt að lýsa, hvernig hrygg- skekkjukúrfan er mæld eftir roentgenmyndum til að sjá, hvort um aukningu á kúrfunni er að ræða. Fyrst er að ákveða, hver sé upp- haflega kúrfan og hverjar com- pensatoriskar. Nægir þar að nefna, að upphaflega kúrfan er venjulega lengst, hefur mestu sveigjuna og mestu struktural breytingarnar.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.