Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 65

Læknaneminn - 01.09.1969, Qupperneq 65
LÆKNANEMINN 57 og örva þannig samdrátt vöðva, um leið og slakað er á andstæð- ingum (antagónistum) þeirra. Sem dæmi má nefna aðferð til þess að fá m.tiþialis anterior til að drag- ast saman hjá hemiplegisjúklingi með spasticitet í plantarflexorun- um. ísteningi er strokið yfir húð- ina yfir m.tibialis ant. og þess er gætt um leið að þerra allt vatn, áður en það kemur á önnur húð- svæði. Þetta er aðeins gert í fáar sekúndur. Handklæði með ísflísum í er lagt yfir mm.gastrocnemii og togað er í hælinn til þess að teygja á m.soleus, um leið og kuldinn minnkar spasticitetið. Sjúkraþjálf- arinn heldur taki sínu í leggvöðv- ana og byrjar að banka á hælinn medio-plantart til þess að fram- kalla enn frekari hvatningu. Þegar öll taugaboðin hafa náð að verka á framhornsfrumurnar (eftir u.þ. b. 5 mín.), er sjúklingurinn beðinn um að beygja ristina upp. Hver svo sem árangurinn af fyrri til- raunum í þessa átt hefur verið, munu vöðvasamdrættir, sem fást fram eftir þessa meðferð, að öllum líkindum verða sterkari og haldast lengur. Nudd með ísteningum Þessi lækningameðferð er stór- kostlega mikilsverð, þegar kenna þarf sjúklingum að meðhöndla sig heima. Grant hershöfðingi og sam- starfsmenn hans við Brooke Army Medical Center í Texas fundu þessa meðferð upp. Þeir þurftu að senda hermennina aftur til herþjónustu eins fljótt og unnt var, því að ann- ars hefðu þeir orðið að byrja í her- skólanum að nýju. Þeir tóku að nota nudd með ísteningum og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að það var fljótvirkasta sjúkraþjálfunar- aðferðin til þess að draga úr sárs- auka og endurheimta hreyfanleika. Margir bráðir sjúkdómar brugðust vel við nuddi með ís, t.d. arthritis, bursitis, myositis og ofþreyta. Nudd af þessu tagi er einnig áhrifaríkt við liðskemmdum í hrygg. T.d. er meðferðin notuð á hálssvæðið, ef sársauka leiðir það- an út í öxlina, og getur sársauk- inn þá horfið samstundis. Tilgangurinn með meðferðinni er að brjóta sársaukamunstur, þar sem sársaukinn er vanabundinn. Kuldinn deyfir taugaendana og stöðvar taugaboðin. Þegar sárs- aukinn minnkar, er hægt að ná eðlilegum hreyfanleik með aktív- um æfingum. Kontraindíkationir Erfitt er að telja upp sjúkdóma, þar sem kuldameðferð er fráráðin, þar eð þeir, sem notað hafa þessa meðferð, eru ekki á einu máli. Einnig er erfitt að benda á lífeðlis- fræðilegar ástæður vegna mismun- arins á allsherjar (universal) og staðbundinni (lokal) kuldameð- ferð. Sjúklingum með illkynja æxli og livítblæði er ekki gefin allsherjar kuldameðferð, en hins vegar bendir ekkert til þess, að staðbundin meðferð sé fráráðin. Vegna áhrifanna á blóðrásina er kuldameðferð ekki notuð, sé sjúkl- ingurinn með hjartasjúkdóm, og sumir nota ekki kuldameðferð á bringuna og vinstri öxl. Áhrifin á djúpu blóðrásina eru óviss og áhrifin á blóðþrýstinginn óþekkt. Rannsóknir á þessu sviði eru nú gerðar á St. Mary’s Hospital, Lon- don, Department of Physical Medi- cine. Læknar, sem nota steroida- sprautur, vilja ekki beita kulda- meðferð í 24 klst. eftir sprautuna. Afleiðingin af slíkri meðferð strax eftir sprautu er óþekkt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.