Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.06.1975, Qupperneq 13
(líklega undir 5% þvagvegasýkinga), en menga þvagsýni oft. Bæði stapli. aureus og staph. albus geta valdið slíkum sýkingum. Meðferð er með sýklalyfj- um eftir næmisþrófum. Heilahimnusýking Klasasýklar valda sjaldan heilahimnubólgu. Þeir geta borist í heilahimnur við slys á höfði, sýkingar í blóði, mænustungu og úr sýktu myelo-meningocele. Meðferð er sýklalyf í háum skömmtum með inn- stungu í æð eða vöðva. Penicillinlyf komast sæmi- lega yfir heilablóðþröskuld, ef magn í lilóði er hátt, en gentamycin og kanamycin illa, þannig að þau verður að gefa að einhverju leyti beint í mænugöng, ef þau eru valin til meðferðar gegn þessari sýkingu. Choramphenicol kemst hins vegar vel yfir heila- blóðþröskuld. Þarmasýking og matareitrun Þarmasýking af völdum klasasýkla (enterocolitis) kom aðallega fyrir sem spítalasýking á meðan það var algengt að nota breiðvirk sýklalyf eða penicillin -j- streptomycin eftir innyflaaðgerðir. Þessi breið- virku lyf gátu eytt svo miklu af eðlilegum sýkla- gróðri í þörmum, að klasasýklar með mótstöðu gegn viðkomandi lyfjum náðu sér niðri og úr varð lífs- hættuleg sýking í slímhúðinni. Nú mun þetta vera orðin mjög sjaldgæf sýking. Meðferð er að gefa vökva eftir þörfum, hætta sýklalyfjum, sem gefin hafa verið og gefa í þeirra stað sýklalyf, sem við- komandi klasasýklastofn er næmur fyrir. Matareitrun af völdum klasasýkla orsakast eins og fyrr segir af enterotoxinum þeirra. Fáir stofnar klasasýkla framleiða enterotoxin, aðallega stofnar ur phagahópi III. Oftast komast sýklarnir í matvæli a þann hátt, að klasasýklaberi handfjatlar mat, hrá- an eða soðinn, sem síðan stendur í velgju, t. d. stofu- hita, um tíma og fjölgar ]rá sýklum í honum. Suða á eftir drepur að vísu sýklana, en gagnar ekki gegn enterotoxinunum nema hún sé því lengri ()/> klst. eða meira). Einkenni koma fram eftir nokkrar klst. frá neyzlu matarins og eru oftast áköf uppköst, verk- lr og niðurgangur. Veikindin standa í nokkrar klst. °g er fólk yfirleitt með mikla vanlíðan og magnleysi a meðan, en batnar síðan án eftirkasta. Meðferð er eingöngu gegn einkennum, s. s. vanlíðan og þurrk. Sýklalyf gagna ekki, þar eð um verkun toxina er að ræða, en ekki sýklanna sjálfra. Sótthreinsantli lyf og efni til varnar i/ef/n hltisasýhlnm Langt fram á síðustu öld töldu læknar gott að græfi í sárum, a. m. k. ef gröfturinn var það sem þeir kölluðu „pus bonum et laudabile“. Vafalaust hefur þessi lýsing oft átt við hinn þykka, græna gröft klasasýklanna. Joseph Lister, breskur læknir, sem starfaði í Glasgow, kom fram með gagnstæðar kenn- ingar og skrifaði árið 1867 tvær greinar um notkun karbolsýru til varnar gegn ígerðum í sárum. Upp úr því hefst smám saman smitgát á spítölum. En þrátt fyrir rúmlega 100 ára baráttu á þeim vígstöðvum valda bæði klasasýklar og aðrir sýklar enn usla á spítaladeildum. Mörg lyf og efni hafa komið fram til sótthreinsunar á húð og áhöldum og umhverfi sjúklinga. Verður hér á eftir getið nokkurra þeirra, aðallega með tilliti til verkunar á klasasýkla. Fenol (karbolsýra) var fyrsta efnið, sem vitað er lil að hafi verið notað til að draga úr sýklavexti í sárum (Lister). Það er enn notað til sótthreinsunar á áhöldum og drepur 2-3% fenollausn klasasýkla á örfáum mínútum. Lífræn efni, s. s. gröftur og blóð hindra h'tið verkanir fenols. Af fenolafbrigðum má nefna kresol, lysol, resorcinol og hexachlorophen. Það síðastnefnda hefur kröftuga bakteríudrepandi verkun gegn klasasýklum og öðrum gramjákvæðum bakteríum (ekki eins öruggt gegn gramneikvæðum). Það binst yfirborði húðar og hefur því nokkuð langvarandi verkun á sýklagróður hennar, en verkar seint, sennilega vegna þess hve torleyst það er í vatni. Það getur haft hættulegar aukaverkanir hjá börnum, ef það frásogast gegnum fleiður og sár og hefur dregið úr notkun þess síðan þetta varð upp- víst. Chlorliexedin er klorbenzensamband, sem er tor- leyst í vatni, en sölt þess, t. d. gluconat, leysast mun betur í vatni. Það hefur kröftuga bakteríudrepandi verkun í mikilli þynningu á gramjákvæðar og flestar gramneikvæðar bakteríur. Chlorhexedin má ekki blanda sápum eða öðrum anionum, s. s. karbonötum, kloridum, citrötum, fosfötum, sulfölum, þá missir LÆKNANEMINN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.