Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Page 21

Læknaneminn - 01.06.1975, Page 21
fflunu gerðar um 150 Wertheimaðgerðir. Um 50 læknar eru starfandi við sjúkrahúsið, þar af margir 1 sérfræðinámi. Þeir kvarta undan lágu kaupi og mikilli vinnu. Munu laun þeirra vera tvöföld laun kjúkrunarkvenna í Júgóslavíu og að sögn þeirra finnsku svipuð launum hjúkrunarkvenna í Finn- landi. í íslenzkum krónum munu byrjunarlaun að- stoðarlænkis jafngilda um 24. þús. kr. á mánuði, °g prófessor við sjúkrahúsið mun fá sem svarar 60 þús. kr. á mánuði. Yaktskylda ungu læknanna var tæpar 2 vaktir í viku. Stóð vaktin frá 7 að morgni til 7 næsta morgun, en þá átti viðkomandi sólarhrings- frí án tillits til svefntímafjölda. Aðra daga var vinnutími þeirra frá 7 á morgnana til 1 á daginn. Þetta fannst þeim þó hin mesta þrælkun og marga dreymdi um að setjast að erlendis og þéna mikinn pening með lítilli fyrirhöfn. Virtist Vestur-Þýzka- land helzta draumalandið. Þó kváðu þeir laun sín næg til að lifa af góðu lífi í mat og drykk og eiga kíl. Fæstir voru þó kvæntir, þótt komnir væru yfir þrítugt, og algengt var, að þeir byggju í leiguher- bergjum úti í bæ. Hins vegar bjuggu stúdentar yfir- leitt hjá foreldrum sínum, og var það einnig algengt fyrstu árin eftir próf, því að Júgóslavar festa ráð sitt yfirleitt fremur seint, a. m .k. menntafólk. Foreldr- arnir verða og að bera hita og þunga af kostnaðin- um við námið, því að lítið er um vinnu fyrir stúd- enta. Verða því foreldrarnir einnig að gefa fullorðn- um börnum sínum peninga fyrir fötum og skemmt- unum og jafnvel kosta þau í sumarfrí til Adríahafs- strandarinnar. Þetta virtist öllum þykja sjálfsagt, og sa ég þess mörg dæmi, að stúdentar voru algjörlega upp á foreldra sína komnir fjárhagslega. Námslán eru lítil og lág að sögn, og flestir þeir stúdentar sem ég kynntist voru af talsvert efnuðu fólki úr efri milistétt. Á móti þessum fjárútlátum kom, að foreldrar réðu meira yfir börnum sínum en hér heima og gátu t. d. sett þeim reglur um útivistar- tima. Kom það óneitanlega spánskt fyrir sjónir, að tvítugar stúlkur yrðu að vera komnar heim fyrir uiiðnætti, annars yrði allt vitlaust. Strákarnir gátu hins vegar göltrað úti fram undir morgun óátalið, °g er það dæmigert fyrir þann tvískinnungshátt, sem virðist ríkja í Júgóslavíu í samskiptum kynjanna og kynferðismálum. Þykir sjálfsagt, að piltar reyni að komast yfir allt kvenfólk í sjónmáli, en hver einasta Iíið forna virki Kalemegdan í Belgrad. stúlka á að ganga í hjónabandið óspjölluð mey, og þykir annað hinn mesti vanzi fyrir hana og alla hennar ætt. Eru þess dæmi, að piltar skili unnustum sínum aftur, ef þær hafa sofið hjá þeim, því að stúlk- an er jú ekki lengur hrein mey, enda þótt ekki sé öðrurn elskhugum tili að dreifa. Ogiftar mæður eru fáheyrð fyrirbæri, og er þeim allt að því útskúfað af fjölskyldum sínum, enda er það ótvíræð ástæða fyrir fóstureyðingu, ef viðkomandi er ekki gift. Mjög margar fóstureyðingarnar, sem ég sá, voru gerðar á ógiftum stúlkum, svo að eitthvað virðist vera að slakna á sigalögmálunum. Þessi tvískinn- ungsháttur þótt mér illa samræmast sósíalismanum, en hér byggir á fornri hefð fjölskylduríkis og forn ítök múhameðstrúar auk þess talsvert sterk. Á hinn bóginn virtust mér konur njóta fullkomins jafnréttis í atvinnulífinu, og voru margir skurðlæknarnir á sjúkrahúsinu konur án þess að neinum þætti það neilt tiltökumál. Júgóslavar þeir, sem ég kynntist virtust afar líf- legt og tilfinningaríkt fólk. Virtist lenzka að láta til- finningarnar fá sem mesta útrás, hvort sem um var að ræða gleði, sorg eða reiði. Þeir virtust ákaflega jarðbundnir og hvers kyns nautnir í hávegum hafð- ar. Matur er mikill, ódýr og góður, og virtist það flestum keppikefli að éta sem mest og sem oftast af sem beztum mat. Flestir eru og vel vöðvaðir og matarlegir að sjá án þess að vera spikaðir. Karl- menn eru hávaxnir, myndarlegir og bera sig vel. Kvenmenn virtust flestir fylgja tízku þeirri, er hér réði ríkjum fyrir u. þ. b. 10 árum með túperuðu LÆKNANEMINN 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.