Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 7

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 7
Um raflífeðlisfræði hjartans Rannsóknastofa í lyfjafræði, H.í. Magnús Jóhannsson dósent. Inngangur I ilgangur þessarar greinar er fyrst og iremst sá að auðvelda læknanemum að læra það mikilvægasta um raOíf- eðlisfræði hjartans. Sá þáttur raffyr- irbæra hjartans sem oftast snýr að lækninum er hjartarafritið (EKG) sem mótast af leiðslu hrifspennunnar °g lögun, sem aftur ákvarðast af jonastraumum yfir frumuhimnur. EKG <— leiðsla og lög un hrifspennu <—jónastraumar Hér verður ekki fjallað frekar um EKG en góður skilningur á raflíf- eðlisfræði hjartans getur aukið nota- gildi hjartarafritsins til muna. Þegar Ijallað er um raffyrirbæri hjartans verður að hafa líffærafræð- 'na í huga vegna þess að rafeiginleik- ar frumnanna eru mjög ólíkir í hinum ýmsu hlutum þessa líffæris. Tilgangur raffyrirbæra hjartans er margþættur og má flokka hann niður á ýmsa vegu: a) Að halda hjartanu gangandi með hæfilegri tíðni. Þetta er hlutverk sínushnútsins sem er hinn eðlilegi gangráður hjartans og er undir áhrifum ósjálfráða taugakerfisins. b) Að samstilla samdráttinn í hjart- anu. Til þess að hjartað geti dælt blóði og orkunýting sé sem best er mikilvægt að frumur hjartans dragist saman því sem næst sam- tímis. Til að þetta geti orðið, er gangráður og leiðslukerfi nauð- synlegt. c) Að stjórna að hluta til samdrátt- arkrafti hjartans. Sumir af þeim straumum sem mynda hrifspenn- una eru Ca-straumar og hafa þeir áhrif á samdráttarkraft hjartans. Grunnlíkan Á árunum 1947-50 var fyrst farið að mæla raffyrirbæri í einstökum frum- um með örskautum (míkróelektróð- um) sem stungið er inn í frumurnar. Þessar rannsóknir urðu til þess að auka mjög þekkingu og skilning manna á eðli ertanlegra frumna. Upp úr 1950 birtust nokkrar ritgerðir eftir A.L. Hodgkin og A.F. Huxley þar sent þeir lögðu grundvöllinn að stærðfræðilegu grunnlíkani sem lýs- ir eiginleikum ertanlegra frumna. Flestir nota enn í dag þetta grunnlíkan eöa eitthvert afbrigði þess. í hjarta- frumum verður að gera ýntsar breyt- ingar á upphaflega líkaninu sem byggðist á rannsóknum á taugum úr kolkrabba. Sú hugmynd sem al- mennt er gengið út frá byggist á því að frumuhimnan sjálf sé ógegndræp fyrir jónum en í henni sitji ótal sér- hæfð jónagöng, jónaferjur og jóna- pumpur. Jónapumpurnar sjá um að halda við réttum þéttnifallanda yfir frumhimnuna en ferð jóna um göng og ferjur myndar hvíldarspennu frumuhimnu og gefur frumunni ert- anleika (sjá Mynd 2). Jónapumpur hafa einnig áhrif á hvíldarspennu ef þær flytja ekki jafnmargar hleðslur í báðar áttir. Þetta gildir um Na-K- pumpuna sem llytur fleiri Na-jónir út en K-jónir inn og um Ca-pumpuna sem flytur Ca-jónir út úr frumum. Báðar þessar pumpur mynda þannig straum með stefnu út úr frumunum og stuðla þannig að neikvæðri hvíldar- spennu. Mvnd 1. Myndin sýnir megindrætti í líffærafræði hjartans, hrifspennur í einstök- um hlutum þess og hjartarafrit. Takið eftir mismunandi lögun hrifspennu og heildarrafskautun í sínushnút (SA-hnút) og AV-hnút (AV-svæði). I-ÆKNANEMINN kÍ985- >Am-38.-39. árg. 5

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.