Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 9

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 9
Mynd 3. Myndin sýnir afstöðu hrifspennu og samdráttar í beinagrindarvöðva og hjartavöðva. í beinagrindarvöðva er hrifspenna injög stutt og er að mestu lokið áður en samdráttur hefst. í hjartavöðva er hrifspennan mjög löng og lýkur oft um svipað leyti og samdrátturinn er í hámarki. lega þróuð við rannsóknir a rafleiðni 1 einangruðum vír en í Ijós kom að einnig mátti nota hana a ertanlegar h'uinur (með vissum breytingum). Þessi kenning er óaðgengileg fyrir 'nlk með takmarkaða þekkingu á stærðfræði og verður lítið fjallað um hana hér nema nokkur atriði er varða leiðsluhraða. Leiðsluhraði byggist ni.a. á eðlisleiðni frymis, frumu- hininu og millifrumuvökva, þéttni (capacitance) í frumuhimnu, afskaut- unarhraða og stærð frumu. Af þess- um atriðum hefur stærð frumu einna mest að segja. Þetta sést vel ef leiðsluhraðinn í mismunandi svæðum hjartans er skoðaður: AV-svæði (frumuradíus um 7 míkróm) hefur leiðsluhraða nálægt 0,2 m/s, vöðva- vefur (radíus um 20 míkróm) 0,5 m/s °g Purkinjefrumur (radíus um 50 míkróm) 4 m/s. Rannsóknaaðferðir Fyrstu rannsóknir á raffyrirbærum hjartans voru geröar með mælingum á EKG og þá vissu rnenn nánast ekk- ert um raffyrirbæri í einstökum trumum. Þekking manna á þessu sviði tók rnikið stökk eftir 1950 þegar farið var að mæla hrifspennur í ein- stökum frumum með örskautum. Um 1965 var l'arið að reyna ýmsar teg- undir spennuþvingunar á vefi hjart- ans og fljótlega kornu fram tvær not- hæfar aðferðir. Spennuþvingun (vol- tage clamp) byggist á því að himnu- spennunni er breytt á fyrirfram ákveðinn hátt með því að senda raf- straum í gegnum frumurnar (gegnum frumuhimnuna). Rafstraumurinn er mældur og þannig má ákvarða samband himnuspennu og straums. Mælingar af þessu tagi var farið að gera fyrir 1970 á Purkinjefrum- Ufn (tvö örskaut inni í frumu, ann- að sendir straum og hitt mælir spennu) og papillarvöðvum (straurn- U|' sendur inn í frumur um súkrósugap og spenna inni í frumu mæld með ör- skauti). Þrátt fyrir mikla tæknilega og túlkunarlega örðugleika hefur þessi tækni fært okkur mikla þekk- ingu um ýmsa eiginleika frumu- himnunnar, jónastrauma og samband hrifspennu og samdráttar. Þessi tækni er þó ýmsum takmörkunum háð og t.d. er útilokað aö nota hana til að ntæla Na-strauminn. A árunum milli 1970 og 1980 kornu til sögunnar ýntsar aðrar tækninýjungar sent hafa hal't þýðingu við rannsóknir og túlk- un á raffyrirbærum í hjartafrumum og má þar nefna örskaut með næmi fyrir vissum jónum (ion selective microel- ectrodes). ýmiskonar efnafræðilegar aðferðir til að sjá jónir í lifandi frumurn, ísótópatækni (nýjungar) og NMR (Nuclear Magnetic Resonans). Eftir 1980 hefur veriö þróuð ný tækni sent er í þann veginn að valda álíka byltingu og varð með notkun ör- skauta eftir 1950. Hér er um að ræða rannsóknir þar sem notaðar eru ein- angraðar hjartafrumur eftir að menn komust upp á lag með að „rnelta" sundur ferskan hjartavöðva og ná þannig lifandi og heilbrigðum frumum. í framhaldi af þessu var far- ið að nota svo kölluð bútþvingunar- örskaut (patch-clamp electrodes). Þessurn örskautum er ekki stungið inn í frumur heldur festast þau við frumuhimnuna og mynda við hana órjúfanlegt tengi. Síðan er hægt með þessu örskauti að mæla hrifspennur í frumunni, spennuþvinga alla frum- una eða spennuþvinga þann bút af frumuhimnu sem lokar opi örskauts- LÆKNANEMINN yi985 - '/1986-38.-39. árg. 7

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.