Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 11

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 11
Ins (bútþvingun). Með bútþvingun er unnt að sjá opnun og lokun á einstök- um jónagöngum vegna þess að straumurinn mælist í skömmtum þar sem hver skammtur svarar til eins gungs. Nú er [ fyrsta skipti hægt að rnæla Na-straum í hjartafrumum og runnsaka hegðun eins ákveðins jóna- gangs. Þessi tækni opnar alveg nýja möguleika til rannsókna á raffyrir- bærum í hjartafrumum (og að sjálf- sögðu einnig öllum öðrum frumum) °g ætti að valda byltingu á þessu sviði á fáeinum árum. Eins og áður sagði er algengast að hugsað sé um þessa hluti út frá líkani þeirra Hodgkins og Huxleys frá 1952. Að vísu eru þau líkön sem unn- ið er með nú á dögum verulega frá- brugðin og miklu llóknari en í upp- haíi. Það er einkum tvennt sem hefur breyst á þessum árum, jónastraumum sem taka verður tillit til fjölgar og einnig verður að taka tillit til þéttni- breytinga sem jónastraumarnir valda. Arið 1962 var gerð fyrsta alvariega blraunir til að setja upp líkan fyrir ratfyrirbæri í hjartafrumum og þá yoru straumarnir sem unnið var með 5 talsins, 1975 eru þeir orðnir 7 og árið 1985 eru þeir orðnir 13 eða 14. í upphafi var ekki gert ráð fyrir því að jónastraumarnir orsökuðu nokkrar breytingar á þéttni viðkomandi jóna. A síðustu 10 árum hefur hins vegar komið í ljós að slíkar þéttnibreytingar geta í vissum tilvikum orðið veruleg- ar bæöi innan og utan frumuhimn- unnar. Þetta orsakar breytingar á þéttnifallanda og jafnvægisspennu sem verður að taka tillit til. Jónastraumar í hjartafrum- uin 011 raffyrirbæri í f rumum byggjast á einhvers konar jónastraumum. Það eina sem getur flutt rafstraum í lifandi vef eru jónir. Slíkur straumur getur verið vegna straummyndandi jóna- LÆKNANEMINN y.985 - 1/.986 - 38.-39. árg. pumpu (electrogenic pump) en það sem venjulega er átt við með jóna- straumum er flæði yl'ir frumuhimnu meö rafþéttni-fallanda (passive difus- ion). Slíkir jónastraumar mynda hvíldarspennu frumuhimnunnar og hrifspennu. Yfirlit yfir helstu jóna- strauma í hjartafrumum er að finna í töflu 1 og næst verður gerð grein fyrir þeim helstu hverjum fyrir sig. Na-stramur og lítbreiðsla ert- ingar Eins og fram kemur á Mynd 2 er þéttni Na í frymi lág og þéttnifallandi inn í frumuna er mikill. Jafnvægis- spenna fyrir Na er um +40 mV og hvíldarspenna frumuhimnunnar um —80 nrV þannig að rafkraftarnir fyrir Na stefna einnig inn í frumuna og eru verulegir. I hvíld er leiðni frumu- himnunnar fyrir Na svo lítil (um ’/ioo af K-leiðni) að hún hef'ur litla þýðingu. Verði hins vegar svolítil af- skautun eykst Na-leiðni og við —40 mV er hún mjög rnikil. Nái afskaut- unin vissum þröskuldi (þetta er mis- rnunandi, getur t.d. verið —65 mV) fer í gang jákvætt afturverkunarkerfi þar sem skiptast á aukin leiðni og straumur er veldur afskautun sem aft- ur leiðir af sér aukna leiðni. Við þetta verður mikill Na-straumur sem af- skautar frumuhimnuna svo að nálgast jafnvægisspennu fyrir Na, en toppur hrifspennunnar er oftast nálægt +25 mV. í venjulegri hrifspennu tekur öll Mynd 4. Á myndinni eru jónagöng í frumuhimnu sýnd frá tveimur mismunandi sjónarhornum. A. Hér er sýnt hvernig jónagöng geta veriö í a.m.k. þrenns konar mismunandi ástandi: lokuð (hvíldarástand), opin eða hömluð (en. inactivated). Venjulega opn- ast göngin, t.d. vegna afskautunar, haldast opin í stutta stund, lokast síðan vegna hömlunar (inactivation) og verða síöan eðlileg á ný fvrir tilstilli afhömlunar (re- covery). B. Hér gæti t.d. verið um Ca-göng að ræða. „s“ táknar síu sem hleypir einungis Ca-jónum í gegn. Innar í göngunum eru tvö hlið, öðru er stýrt með spennu (,,hs“) en hinu með fosfórýleringu (,,hf“). Göngin geta ekki opnast fyrir tilstilli spennu- hreytingar (t.d. afskautunar) nema „hf“-hliðið sé fosfórýlerað (í h og c). Þannig eru göngin opin ef bæði hliðin „hf“ og „hs“ eru opin (c). 9

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.