Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 11

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 11
Ins (bútþvingun). Með bútþvingun er unnt að sjá opnun og lokun á einstök- um jónagöngum vegna þess að straumurinn mælist í skömmtum þar sem hver skammtur svarar til eins gungs. Nú er [ fyrsta skipti hægt að rnæla Na-straum í hjartafrumum og runnsaka hegðun eins ákveðins jóna- gangs. Þessi tækni opnar alveg nýja möguleika til rannsókna á raffyrir- bærum í hjartafrumum (og að sjálf- sögðu einnig öllum öðrum frumum) °g ætti að valda byltingu á þessu sviði á fáeinum árum. Eins og áður sagði er algengast að hugsað sé um þessa hluti út frá líkani þeirra Hodgkins og Huxleys frá 1952. Að vísu eru þau líkön sem unn- ið er með nú á dögum verulega frá- brugðin og miklu llóknari en í upp- haíi. Það er einkum tvennt sem hefur breyst á þessum árum, jónastraumum sem taka verður tillit til fjölgar og einnig verður að taka tillit til þéttni- breytinga sem jónastraumarnir valda. Arið 1962 var gerð fyrsta alvariega blraunir til að setja upp líkan fyrir ratfyrirbæri í hjartafrumum og þá yoru straumarnir sem unnið var með 5 talsins, 1975 eru þeir orðnir 7 og árið 1985 eru þeir orðnir 13 eða 14. í upphafi var ekki gert ráð fyrir því að jónastraumarnir orsökuðu nokkrar breytingar á þéttni viðkomandi jóna. A síðustu 10 árum hefur hins vegar komið í ljós að slíkar þéttnibreytingar geta í vissum tilvikum orðið veruleg- ar bæöi innan og utan frumuhimn- unnar. Þetta orsakar breytingar á þéttnifallanda og jafnvægisspennu sem verður að taka tillit til. Jónastraumar í hjartafrum- uin 011 raffyrirbæri í f rumum byggjast á einhvers konar jónastraumum. Það eina sem getur flutt rafstraum í lifandi vef eru jónir. Slíkur straumur getur verið vegna straummyndandi jóna- LÆKNANEMINN y.985 - 1/.986 - 38.-39. árg. pumpu (electrogenic pump) en það sem venjulega er átt við með jóna- straumum er flæði yl'ir frumuhimnu meö rafþéttni-fallanda (passive difus- ion). Slíkir jónastraumar mynda hvíldarspennu frumuhimnunnar og hrifspennu. Yfirlit yfir helstu jóna- strauma í hjartafrumum er að finna í töflu 1 og næst verður gerð grein fyrir þeim helstu hverjum fyrir sig. Na-stramur og lítbreiðsla ert- ingar Eins og fram kemur á Mynd 2 er þéttni Na í frymi lág og þéttnifallandi inn í frumuna er mikill. Jafnvægis- spenna fyrir Na er um +40 mV og hvíldarspenna frumuhimnunnar um —80 nrV þannig að rafkraftarnir fyrir Na stefna einnig inn í frumuna og eru verulegir. I hvíld er leiðni frumu- himnunnar fyrir Na svo lítil (um ’/ioo af K-leiðni) að hún hef'ur litla þýðingu. Verði hins vegar svolítil af- skautun eykst Na-leiðni og við —40 mV er hún mjög rnikil. Nái afskaut- unin vissum þröskuldi (þetta er mis- rnunandi, getur t.d. verið —65 mV) fer í gang jákvætt afturverkunarkerfi þar sem skiptast á aukin leiðni og straumur er veldur afskautun sem aft- ur leiðir af sér aukna leiðni. Við þetta verður mikill Na-straumur sem af- skautar frumuhimnuna svo að nálgast jafnvægisspennu fyrir Na, en toppur hrifspennunnar er oftast nálægt +25 mV. í venjulegri hrifspennu tekur öll Mynd 4. Á myndinni eru jónagöng í frumuhimnu sýnd frá tveimur mismunandi sjónarhornum. A. Hér er sýnt hvernig jónagöng geta veriö í a.m.k. þrenns konar mismunandi ástandi: lokuð (hvíldarástand), opin eða hömluð (en. inactivated). Venjulega opn- ast göngin, t.d. vegna afskautunar, haldast opin í stutta stund, lokast síðan vegna hömlunar (inactivation) og verða síöan eðlileg á ný fvrir tilstilli afhömlunar (re- covery). B. Hér gæti t.d. verið um Ca-göng að ræða. „s“ táknar síu sem hleypir einungis Ca-jónum í gegn. Innar í göngunum eru tvö hlið, öðru er stýrt með spennu (,,hs“) en hinu með fosfórýleringu (,,hf“). Göngin geta ekki opnast fyrir tilstilli spennu- hreytingar (t.d. afskautunar) nema „hf“-hliðið sé fosfórýlerað (í h og c). Þannig eru göngin opin ef bæði hliðin „hf“ og „hs“ eru opin (c). 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.