Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 12

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 12
Mynd 5. Á efri hluta þessarar mvndar eru sýndar hrifspennur í leiðslukerfi h.jartans með hvfldarafskautun (díastóliskri af- skautun). Neðri hluti myndarinnar sýnir þær leiðnibreytingar sem verða samtímis. Leiðni (g), sem sýnd er, svarar til straums (I) með sömu merkingu í Töflu I. breytingin frá hvíldarspennu og að toppi hrifspennu 2-4 ms og mesti hraði afskautunar er oftast á bilinu 200 til 500 V/s. Áður var sagt að ekki sé unnt að mæla Na-strauminn við venjulega spennuþvingun og stafar það m.a. af því að frumuhimnan verkar sem þétt- ir (þunn einangrandi himna á milli tveggja leiðara). Vegna þess hve frumuhimnan er þunn er rými þessa þéttis mikið eða um 1 míkró F/cnr sem síðan u.þ.b. tífaldast vegnaT-tu- buli og annarra fellinga í frumuhimn- unni. Við spennuþvingun þarf fyrst að senda straum til að fylla þennan þétti og sá straumur rennur saman við Na-strauminn að hluta til. Verði afskautun (t.d. hrifspenna) í einni frumu, þá hefur sú afskautun viss áhrif í allar áttir (elektrótón leiðni) sem minnka hratt eftir því sem lengra dregur. Útbreiösla erlingar (leiðsla) byggist á því að á undan hrifspennunni gengur bylgja afskaut- unar sem í vissri fjarlægð nær því marki að koma af stað Na-straumi og þar með nýrri hrifspennu. Þannig eru Na-straumur, afskautunarhraði og leiðsluhraði nátengdir hver öðrum. í SA-hnút og AV-hnút er það ekki eingöngu Na-straumur sem veldur af- skautun heldur skiptir Ca-straumur þar höfuðmáli. Ca-straumurinn er mun lengur að tara í gang en Na-straumurinn og þess vegna er afskautunarhraði í þessum frumum miklu minni en ann- ars staðar í hjartanu og sömuleiðis leiðsluhraði. Ca-straumur og samdráttur Fljótlega eftir að farið var að rann- saka strauma í hjartafrumum fannst 10 I.ÆKNANEMINN yi9«5- '/i9»6-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.