Læknaneminn - 01.04.1986, Page 18
hai'a verið nefnd hafa komið fram hjá
ákveðnum stof'ni svína, en þar virðist
nægja að svínið verði fyrir miklu lík-
amlegu eða andlegu álagi til að ein-
kennin korni fram.
Eina aðferðin sem nothæf er til að
greina sjúkdóminn er að taka vöðva-
biopsíu eða vöðvasýni úr viðkomandi
einstaklingi og prófa næmni hennar
gagnvart ákveðnum efnum. Þau efni
sem notuð hafa veriö eru caffein,
halothan og dantrolene. Óeðlileg
næmni gagnvart caffeini einkennir
vöðvasýni úr einstaklingum sem geta
fengið MH. Caffein veldur miklu
meiri kraftþróun í sýnum úr þessum
einstaklingum en úr eðlilegu fólki. í
tilraunum þar sem sýnin hafa verið
meðhöndluð þannig að frumu-
himnum vöðvafrumanna hefur verið
eytt (skinned fibers) og caffein síðan
gefið, þá losnar Ca2+ úr geymslum í
frumunni, en það leiðirtil samdráttar.
Einnig er talið niögulegt að caffein
geti farið í gegnum frumuhimnur og
valdið slíkri Ca2+ losun. Sumir vilja
þó halda því fram að þessi losun sé
tiltölulega lítil en hún geti samt nægt
til að koma af stað enn frekari Ca2+
losun (Ca induced Ca release) og því
verið um óbein áhrif að ræða. Til-
raunir þar sem hlutar af sarcoplasmic
reticulum (SR), sem erein af geymsl-
um frumunnar fyrir Ca“+, hafa verið
einangraðir benda til þess að caffein
auki það Ca2+ sem losnar við ertingu
og minnki það magn Ca2+ sem SR
getur bundið.
Halothan er það efni sem yfirleitt
er álitið orsakavaldur MH sjúk-
dómsins en sem í raun endurspeglar
einungis vinsældir efnisins sem
svæfingarlyfs. Halothan er ethan af-
leiða með efnunum Br, Cl, og F. í
venjulegum vöðva eykur halolhan
samdráttarkraft vöðvans bæði þegar
hann er ertur í líkamanum sjálfum
(in vivo) og í tilraunum í líffæra-
baði (in vitro). í einni in vitro tilraun
var caffeini sprautað inn í vöðva-
frumu gegnum örskaut, en í það litlu
magni aö enginn samdráttur varð. En
við þessar aðstæður var nægilegt að
gefa halothan í kliniskum skammti til
að stöðugur samdráttur án utanað-
komandi ertingar ætli sér stað. Þessi
samverkandi áhrif caffeins og ha-
lothans benda því til þess að halothan
hafi einnig áhrif á Ca2+ losun inni í
frumunni.
Lyfið Dantrolene sodium kom á
markað seinni hluta sjöunda áratugar-
ins. Sé það gefið dregur mjög úr sam-
drátlarkrafti vöðva. Ahrif þess virö-
F Br
I I
F ------ C -------- C ---------- C1
I I
F H
Mynd 2. Hulothan sameind.
ast vera eingöngu á himnukerfi
vöðvafrumunnar. 1 tilraunum hefur
komið í Ijós að það hefur engin áhrif
á starfsemi hreyfitauga og ekki á boð-
efnalosun né starfsemi endaplölu.
Himnuspenna og boðspennumyndun
verða heldur ekki fyrir áhrifum frá
lyfinu. Einnig hefur verið sýnt fram
á að ef Ca2+ styrkur er aukinn inni í
frumu, með því að sprauta inn í hana
Ca"+ gegnum örskaut, fæst samdrátt-
ur hvort sem dantrolene er til staðar
eða ekki. Niðurstaðan hefur því orðið
sú að lyfið hafi áhrif á T-kerfið, SR
kerfið eða á tengslin milli þessara
kerfa. Nýjustu rannsóknir gefa í skyn
að nærvera dantrolens leiði til minni
Ca2+ losunar í vöðvafrumunni. Dan-
trolene er eina lyfið sem nothæft er
gegn MH og hel'ur það gefið góða
raun og dregið mjög úr hlutfalli þeirra
er fá sjúkdóminn og látast í halothan-
svæfingu.
Séu niðurstöður rannsókna á MH
og áhrifum efnanna caffeins, halo-
thans og dantrolens bornar saman
benda þær eindregið til þess að erfða-
galli sá er leiði til MH sjúkdóntsins
valdi óeðlilegri starfsemi í himnu-
kerfum vöðvafrumunnar. Rannsóknir
síðustu ára hafa því mest beinst að
starfsemi þessara kerla, en þær hafa
reynst mjög erfiðar. Reynt hefur ver-
ið að einangra kerfin hvert fyrir sig
eða hluta úr þeim, en niðurstöður
slíkra tilrauna hafa verið, mjög óskýr-
ar. Efnið aequorin sent hefur þann
eiginleika að það ljómar (fluorescent)
í nærveru Ca2+, helur verið notað til
að mæla styrk Ca2+ í innanfrumu-
vökva. Þá þarf að sprauta efninu inn
í frumuna með örskauti á réttu augna-
bliki og hefur það reynst mjög erfitt í
framkvæmd. Annað efni sem nýlega
er f'arið að nota í sama tilgangi er
quin2. Kostir þess fram yfiraequorin
er að liægt er að setja það beint út 1
utanfrumuvökvann. Efnið getur flætt
yfir frumuhimnur og inn í frumur.
Þegar þangað er komið breylist sam-
eindin fyrir tilstilli innanfrumuensíma
og verður ógegndræpt. þ.e. geturekki
llætt út aftur. Nú er því mögulegt að
hreinsa utanfrumuvökvann af quin2,
erta frumuna og mæla Ijómunina sem
er þá mælikvarði á hversu mikið Ca2+
losnar úr geymslunum við ertinguna.
Rannsóknir af þessu tagi eru í
gangi á rannsóknastofu í frumulíf-
fræði (læknadeild). Þar er greinar-
höfundur ásamt læknastúdentunum
Stefáni Kristjánssyni, Óskari Þ. Jó-
hannessyni og Ómari ívarssyni að at-
huga á hvaða hátt halothan, caffein
og dantrolene hafi áhril'á Ca2+ losun
í frumum. Einnig ætlum viö athuga
hvort einhver munur er á þessari
starfsemi í frumum úr eðlilegum ein-
staklingum og þeim sem geta fengið
MH. Niðurstöður þeirra rannsókna
verða birtar á ráðstefnu um rannsókn-
ir í læknadeild sem haldin verður
sept.-okt. 1986.
A þessari ráðstefnu er einnig ráð-
gert að kynna þær rannsóknir seni
fram hafa farið á útbreiðslu MH hér á
landi. Þær eru framkvæmdar af
16
LÆKNANEMINN ^1985 - '/1986 - 38.-39. árg.