Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 33
Tilfelli II
Júlíus Valsson læknir og Stefnir S. Guðmundsson læknir
Saga
Bráðainnlögn 55 ára gamallar konu á
Lyflæknisdeild Landakotsspítala
vegna höfuðkvala, hita og uppkasta.
Konan veiktist fjórum dögunt fyrir
innlögn með nefrennsli, hálssærind-
um og 39" hita. Fljótlega fór að bera
á slæmum höfuðkvölum. Eiginmaður
hennar lá einnig veikur heima með
svipuð einkenni, en vægari. Fljótlega
ettir að veikindin byrjuðu fékk konan
til sín heimilislækni. sem útvegaði
henni verkja- og hitastillandi stíla
(Dolyl). Hafði þetta lítil áhrif á
höfuðverkinn og versnaði henni
fremur en hitt. Var hún nú slæm af
ógleði og kastaði upp 3-4 sinnum á
dag. Hafði hún aftur samband við
heimilislækni sinn og útvegaði hann
símleiðis Doxicyclin töflur og Dol-
vipar slíla. Ekki skánaði hún við
þessa meðferð. Voru verkirnir nú
orönir mjög slæmir í höfðinu. lágu
aðallega fram í ennið, í bæði gagn-
augu og aftur í hnakka. Fannst henni
einnig, sem augun þrútnuðu og sem
sjónin væri móðukennd. Ekki var
saga um álíka einkenni áður.
atropicans cum metaplasia intestin-
ale, en engin merki sáust um blæð-
ingu.
Af hverju stafaði blóðleysið?
Hvers konar blóðleysi er um að
ræða?
Gefa ofantaldar rannsóknarniður-
stöður einhverja vísbendingu?
Myndir þú gera einhverjar fleiri
rannsóknir, hverjar?
Heilsufarssaga
Konan hef'ur u.þ.b. 40 pk.ár að baki,
og fyrir 8 árum greindist hjá henni
lungnaþemba. Hefur hún notað Bric-
anyl og Becotide úða ásamt TheoDur
töflum. Mæðin við áreynslu, en ekki
var saga um áreynslubundna brjóst-
verki. Saga var um brjóstsviða, sér-
staklega ef hún borðaöi feitmeti.
Einnig löng saga um dysphagiu og
nýlega megrun. Að öðru leyti var
heilsufarssagan ekki markverð.
Skoðun
Mjög grannvaxin 55 ára gömul kona,
er veikindaleg, getur varla haldið
augunum opnum og kúgast stöðugt.
Litarháttur eölilegur. Ekki hnakka-
stíf. Ekki stasi á hálsi. Hiti 37.5° við
komu. Pupillan vinstra ntegin er víð-
ari en sú hægri og ljósstíf. Hún er
einnig acentrisk og óregluleg að
lögun. Augnhreyfingar eðlilegar.
Sclera vinstra megin er mjög rauðleit
og conjunctiva þrútin og rauð. Að-
spurð kvaðst konan alltaf hafa haft
misvíð Ijósop. Við hlustun eru önd-
unarhljóð minnkuð beggja vegna, út-
öndun dálítið lengd. Stöku önghljóð
heyrast. Plús 95/mín. Blóðþrýstingur
180/100. Hjartahlustun eðlileg.
Skoðun á kvið leiddi ekkert óeðlilegt
í ljós. Rectal exploration eðlil. Neur-
ol. skoðun eölil. fyrir utan það sem
sagt var um augnskoðunina. Skjald-
kirtill þreifast stækkaður og er vinstri
lappi stærri og þéttari en sá hægri.
Kirtillinn var ekki aumur.
Rannsóknir
Hb. 174, sökk 16, H.crit 0,502, Hvít
blóðkorn 10.7 þús. og þar af 13%
stafir, 61% segment, 23% lymphoc-
ytar, 3% monocytar. MCV 100,
MCH 34.6, Se-Na+ 137 mmól/1,
se-Ka+ 4.1 mmól/1, bilirubin 8
micromól/1, alk. fostafasi 33 ein/1,
ALAT 1 1 ein/1, gamma-GT 27 ein/
1. Fólinsýra 10.1 nanomól/1, B12-
vítamín 746 pmól/1. S-T4 13.4
pmól/1, S-T3 1.59 nmól/1, S-TSH
2.4 nU/l. Alrnenn þvagrannsókn
eðlileg.
Daginn eftir koniu var konan
mænustungin. Mænuvökvinn reynd-
ist eðlilegur m.t.t. frumufjölda,
sykurs, próteina og xantochromiu.
Seinna kom í ljós að ekki ræktuðust
bakteríur úr vökvanum. Nokkur sput-
umsýni voru fengin og úr þeim rækt-
aðist eðlileg flóra. Teknar voru blóð-
ræktanir og reyndust þær neikvæðar.
Mæling á Theofyllamini í sermi
reyndist undir lækningalegri þéttni:
4.4 microg/ml. Veirutiterar í blóði
sýndu við fyrstu mælingar hækkun á
titerum fyrir Influenzu af A-stofni (I/
32), seinni mæling sýndi ennþá meiri
hækkun: (1/128). Gerð var spiro-
metria og var sj. bæði restrictiv og
obstructiv. Vital-Capacitet mældist
1,31, en reiknað 2.781. FEVl/FVC
var 50%. Rtg. thorax sýndi lungna-
þan en engar íferðir. Röntgenmynd af
paranasal sinusum var eðlileg.
Hjartalínurit var innan eðlilegra
marka.
Þrátt fyrir sterk verkjalyf hvarf
höfuðverkurinn ekki. Hvað var að
konunni? Influenza?, eða liggja ein-
hverjir aðrir sjúkdómar að baki?
LÆKNANEMINN y.985 - t/i986- 38.-39. árg.
31