Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 35
Afmýlandi veirusýkingar og heila- og mænusigg* Guðmundur Georgsson, Guðmundur Pétursson og Páll A. Pálsson Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum Ennþá er veigamiklum spurningum osvarað þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, er varða hinn illskæða sjúkdóm, heila- og mænusigg (M.S.), sem valdið getur verulegri lötlun fólks í blóma lífsins. Ef takast a að finna einhverja skynsamlega meðferð eða þróa fyrirbyggjandi að- gerðir gegn þessum sjúkdómi er nauðsynlegt að finna svör við eftir- töldum spurningum: 1) Hver er orsök sjúkdómsins? 2) Hvað veldur vefjaskemmdum (pathogenesis)? Þó að nokkrar líkur hafi veriö fserðar að því að orsökin kunni að vera veirusýking og pathogenesis vefjaskemmda af ónæmistoga fer því fjarri aö óyggjandi svör séu fundin. I leit aö svörum við ofangreindum spurningum koma einkum tvær leiðir til greina. Annars vegar má beita far- aldsfræðilegum aðferðum, en með þeim má færa líkur að því að um smitsjúkdóm sé að ræða, hugsanlega al völdum veirusýkingar, eins og Iram kom í máli Margrétar Guðna- dóttur. Síðan má fylgja því nánareftir með veiru- og ónæmisrannsóknum á * Erindi l'lutt á fræöslulundi Fclags læknanema í febrúar 1985. Hreintynglar cru beðnir velviröingar á erlendum oröum, cn ástæöan fyrir notkun þeirra cr tregöa okkar viö aö taka upp ýmis nýyröi scm ötulir orðasmiöir hafa klambrað sam- an og efasemdir um eigin hugkvæmni og hagleik. M.S. sjúklingum. Hins vegar má nálgast spurningarnar um orsök og pathogenesis M.S. útfrá vefja- skemmdum í M.S. og kanna þá sjúk- dóma, bæði náttúrulega og þá sem koma fram við tilraunir, sem hafa vefjaskemmdir áþekkar þeim sem eru einkennandi fyrir M.S. Við þann leista ætla ég að halda mig. Þar eð vefjabreytingar í M.S. ein- kennast af afmýlingu (demyelination) mun ég l'yrst drepa stuttlega á gerð og myndun mýlis (myelin) í miðtauga- kerfi og fjalla aðeins um mismunandi form afmýlingar og geta helstu hug- mynda um pathogenesis afmýlingar af völdum veirusýkinga. Síðan mun ég lýsa í stuttu máli vefjaskemmdum, sem eru taldar einkennandi fyrir M.S. og geta veirusýkinga í dýrum sem valda svipuðum vefjaskemmd- um og eru nrikið rannsakaðar með til- liti til M.S. Ég mun svo að lokum fjalla ítarlega um visnu, sem er af- mýlandi veirusjúkdómur í sauðfé. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að það er sá sjúkdómur, sem við höfum fengist mest við á Keldum, en að auki ætti það jafnframt að gefa ykkur hugmynd um hvernig má nálgast þetta viðfangsefni. Myndun, gerð og niðurbrot mýlis í miðtaugakerfi Óligódendrócytar mynda mýli í mið- taugakerfi. Fyrirkomulag þeirraerað því leyti IVábrugðiö því sem er í út- taugakerfi (peripheral nervous system), en þar eru það Schwannfrumur sem mynda mýlið, að óligódendrócytar mynda mýli utan um marga taugasíma og getur frumu- bolurinn verið alllangt frá sumum þeirra (1. tnynd). Schwannfrumur mynda hins vegar mýli utanum einn taugasíma og er frumubolurinn í nán- um tengslum við hann. Þessi mis- munandi afstaða óligódendrócyta annars vegar og Schwannfruma hins vegar til taugasíma kann að skipta máli fyrir viðgerð eða endurmýlingu (remyelination), sem er mun virkari í úttaugakerfi en í miðtaugakerfi. í báðum tilvikum er mýlið myndað á svipaðan hátt. þ.e. frumuangar frá þessum mýlismyndandi frumum vefj- ast utanum taugasíma, frumuhimnur renna saman og reglubundin sam- miðja lög myndast þar sem skiptast á dökkar (major dense lines) og Ijósar línur (intraperiod lines) (1. mynd). Hvernig valda veirur afmýlingu? Greint er á milli tveggja meginforma afmýlingar, þ.e. óbeinnar (sekúnder) afmýlingar (Wallerian degeneration) þar sem afmýling verður í kjölfar skemmda á taugasíma og beinnar (prímer) afmýlingar, þar sem mýli eyðist án þess að taugasími sé skaddaður. Nú hallast rnenn að því að nota hugtakið afmýlandi taugasjúk- dómar (demyelinating diseases) að- LÆKNANEMINN Vi985 - Vmi,-38.-39. árg. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.